„Sjáum skýr sóknarfæri“

Samningar ASÍ-félaga eru að renna sitt skeið á enda í …
Samningar ASÍ-félaga eru að renna sitt skeið á enda í árslok. mbl.is/RAX

„Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“

Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, í Morgunblaðinu í dag um stöðu viðræðna vegna endurnýjunar kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum.

Nú eru aðeins sex vikur til stefnu þar til allir gildandi kjarasamningar á almenna markaðinum renna út í lok árs. ,,Það er farið að styttast verulega. Við stefnum að því að [semja fyrir áramót] en það veltur líka á viðsemjendum okkar,“ segir Kristján.

Spurður segir Kristján að skattamálin gætu haft jákvæð áhrif á niðurstöður kjaraviðræðnanna og ekki síður stytting vinnutímans ef viðsemjendur ná lendingu í því máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert