Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Mál mannsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.
Mál mannsins verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Héraðssaksóknari hefur ákært tvítugan karlmann fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa staðið fyrir innflutningi á samtals 985,35 grömmum af kókaíni. Efnið hafði 86-88% styrkleika og var það ætlað til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi flutt fíkniefnin til landsins sem farþegi í flugi frá Spáni, límd utan á lærin á sér.

Brotið telst varða 173. grein almennra hegningarlaga og saksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar.

Auk þess er sami maður ákærður fyrir nokkur hegningar- og fíkniefnalagabrot. Þrisvar sinnum stal hann úr verslunum Elko og einu sinni úr verslun Tölvulistans. Þá gerði hann þrjár tilraunir til að brjótast inn í Ísaksskóla en hafði engin verðmæti með sér þaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert