Borgarlínan meðal verkefna í pípunum

Borgarlínan er í pípunum.
Borgarlínan er í pípunum.

Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niðurstöður starfshóps varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa lagt ríka áherslu á að borgarlínan verði á fjármálaáætlun ríkisins 2018-22.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir niðurstöðurnar mikilvægan lið í að ná sameiginlegri sýn á uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir skipulag og hönnun samgöngumiðstöðvar á BSÍ-reit verða „eitt af stóru verkefnunum á þessu kjörtímabili“. Miðstöðin muni tengja borgarlínu, strætókerfið og rútur og jafnvel deilibíla og rafskutlur.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgublaðinu í dag segir Sigurður Ingi aðspurður að ríkið hafi tekið jákvætt í að fara í hugmyndasamkeppni um samgöngumiðstöð á BSÍ-reit.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert