Í síðasta sinn fyrir þremur dómurum

Síðasta mál fyrir þremur dómurum Hæstaréttar var flutt í dag.
Síðasta mál fyrir þremur dómurum Hæstaréttar var flutt í dag. Hæstiréttur Íslands

Síðasta málið var flutt fyrir þremur dómurum í Hæstarétti í dag. Samkvæmt nýrri dómstólaskipan sem tók gildi við árbyrjun er kveðið á um að fimm eða sjö dómarar skipi dóm þegar mál fara fyrir Hæstarétt. Var málinu sem flutt var í dag áfrýjað til Hæstaréttar fyrir gildistöku breytinganna.

Á vef Hæstaréttar segir að um sé að ræða nokkur tímamót dómstólsins. „Allt frá árinu 1973 hefur málflutningur í Hæstarétti ýmist verið fyrir þremur eða fimm dómurum.“

Fyrsta mál fyrir Hæstarétti eftir að rétturinn flutti í dómshúsið við Arnarhól var flutt í september 1996. Tveir þeirra þriggja dómara sem dæmdu í því máli dæmdu einnig í því máli sem var flutt í dag, en það voru þeir Gunnlaugur Claessen og Markús Sigurbjörnsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert