Íslenskar rafíþróttir komnar undir einn hatt

Ólafur Hrafn sér mikla möguleika á að Íslendingar geti náð …
Ólafur Hrafn sér mikla möguleika á að Íslendingar geti náð langt í rafíþróttum á komandi árum. mbl.is/Hari

Nýlega voru stofnuð Rafíþróttasamtök Íslands, samtök sem með markvissum hætti er ætlað að halda utan um uppgang rafíþrótta hérlendis.

„Þetta er í fyrsta skipti sem allir skipuleggjendur og fólk sem hefur verið virkt í rafíþróttum hér á Íslandi í gegnum tíðina koma saman og standa á bak við eitt félag,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, stjórnarformaður Rafíþróttasamtaka Íslands.

Ólafur hefur um árabil starfað hjá tölvuleikjaframleiðandanum Riot Games, sem framleiðir m.a. League of Legends-tölvuleikinn. „Þetta er orðið rosalega stórt erlendis og hefur farið stækkandi á síðustu árum. Ég hef búið erlendis síðustu fjögur ár en er fluttur aftur til Íslands. Ég bjó á Írlandi og hef unnið í tölvuleikjaiðnaðinum síðustu sjö ár, alltaf í kringum tölvuleikjakeppnir. Fyrsta árið mitt hjá Riot Games fékk ég tækifæri til að ferðast um allan heiminn og það var þá sem ég fékk þann draum að koma rafíþróttum almennilega inn á Íslandi,“ segir Ólafur.

Sjá viðtal við Ólaf um rafíþróttir í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert