Kálmál til skoðunar hjá MAST

Þrettán þeirra sem veikst hafa í Bandaríkjunum hafa þurft að …
Þrettán þeirra sem veikst hafa í Bandaríkjunum hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús. AFP

Matvælastofnun hefur til skoðunar innflutning og dreifingu á romaine-káli hér á landi vegna upplýsinga um E.coli-bakteríusmit í slíku salati í Bandaríkjunum. Þar hafa heilbrigðisyfirvöld varað neytendur við neyslu romaine-salats í kjölfar þess að 32 manneskjur veiktust.

Þegar upplýsinga um mögulega hættu vegna bakteríunnar hérlendis hefur verið aflað, verður ýmist gefin út viðvörun eða innköllunartilkynning, ef tilefni þykir til að vara neytendur við. Þetta segir Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi MAST.

Þrettán þeirra sem veikst hafa í Bandaríkjunum hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og einn fékk nýrnabilun. Til viðbótar hafa átján veikst í Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert