Minni olía notuð til að ná í betra hráefni

Nýr Indriði Kristins kemur til heimahafnar á Tálknafirði. Hann er …
Nýr Indriði Kristins kemur til heimahafnar á Tálknafirði. Hann er Cleopatra-bátur, mjög vel útbúinn til línuveiða og hefur reynst vel. mbl.is/Guðlaugur Albertsson.

Nýr Cleopatra-bátur, Indriði Kristins BA 751, sem Þórsberg ehf. á Tálknafirði hefur keypt frá Trefjum gerir útgerðinni kleift að minnka olíukostnað. Áhöfnin getur lagt tvær lagnir í hverjum róðri og þannig minnkað stímið um helming.

„Þetta er það eina sem við getum tekist á við í þessari útgerð, að nota minna eldsneyti. Við ráðum ekki við neitt annað, allt er á markaði,“ segir Guðjón Indriðason, framkvæmdastjóri Þórsbergs.

Báturinn er búinn til línuveiða með beitningarvél um borð. Hann er með búnað til að kæla fiskinn, í anda svokallaðrar ofurkælingar. „Það er öll stefnan í þessa átt, að kæla aflann eins fljótt og hugsast getur. Þeim mun betra verður hráefnið. Þetta er það sem markaðurinn kallar á, vönduð meðferð aflans. Við verðum að gera eins vel og kostur er á hverjum tíma,“ segir Guðjón í umfjöllun um útgerð hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert