Víða hált á vegum landsins

Hálka er á Svínadal vestanlands samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en hálkublettir meðal annars á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.

Hálkublettir eru allvíða á vegum á Vestfjörðum, jafnvel hálka á fáeinum köflum. Hálka er á Þverárfjalli á Norðurlandi og Siglufjarðarvegi utan Fljóta en annars eru víðast hálkublettir.

Hálka eða hálkublettir víðast hvar á vegum á Norðausturlandi. Hálka á Jökuldal austanlands og á Fjarðarheiði en hálkublettir meðal annars á Fagradal.

Hálkublettir eru nú allvíða á Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert