Viðkvæm en ekki í hættu

Tvær langreyðarkýr á leið til lands.
Tvær langreyðarkýr á leið til lands. mbl.is/RAX

Langreyður er ekki lengur flokkuð sem tegund í hættu (EN) á heimslista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er nú flokkuð sem viðkvæm (VU).

Talið er að fjöldi dýra af tegundinni hafi tvöfaldast frá því á sjöunda áratugnum og eru þau nú talin vera um 100 þúsund í höfum heimsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Í frétt IUCN er banni við veiðum síðustu áratugi þakkað fyrir árangurinn í uppbyggingu stofnsins.

Þetta eru talsverð tíðindi, að mati Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings á Hafrannsóknastofnun. Hann segir langreyði hafa fjölgað mikið við Ísland og A-Grænland á síðustu áratugum. „Válistinn hefur verið sterkt vopn í höndum þeirra sem hafa gagnrýnt veiðar Íslendinga á langreyði. Það hefur verið óspart notað að við séum að veiða tegund í útrýmingarhættu. Þessi breytta flokkun gerir það að verkum að ekki verður lengur hægt að halda slíku fram með því að vitna í þennan heimslista.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »