Yrði dæmdur fyrir að standa með konunni

Einar ætlaði sér ekki að standa í hótunum við stjórnendur …
Einar ætlaði sér ekki að standa í hótunum við stjórnendur Orkuveitunnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það var alls ekki ætlunin að hafa í hótunum,“ segir Einar Bárðarson, maður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, um bréf sem hann sendi Bjarna Bjarnasyni, forstjóra OR, og Sólrúnu Kristinsdóttur, starfsmannastjóra OR, í kjölfar uppsagnar Áslaugar Thelmu.

„Þetta var óheppilegt orðalag, enda skrifað í mikilli geðshræringu,“ segir Einar og bætir því við að honum þyki furðulegt að þessi tölvupóstsamskipti séu gerð að aðalatriði í málinu, sem sé afar umfangsmikið. Þá segir hann það eðlilegt að gera ýtrustu kröfur þegar gengið sé til samninga.

„Að mínu mati felst engin hótun í þessu og var þetta ekki meint svoleiðis, að öðru leyti en að ef ekki tækist að semja um mannsæmandi málalok þá færum við með málið fyrir dómstóla.“

Málinu ekki lokið

Stjórn Orkuveitunnar hyggst fara yfir málið og kanna hvort um fjárkúgun hafi verið að ræða. Einar segist munu taka því verði ákveðið að fara í mál vegna tölvupóstsins. „Og ef ég verð dæmdur fyrir þetta, þá verð ég dæmdur fyrir að standa með konunni minni. Það skammast ég mín ekki fyrir.“

Málinu er ekki lokið af hálfu Áslaugar Thelmu. „Uppsögnin var ólögmæt, sama hvað forsvarsmenn Orkuveitunnar hafa um það að segja, og ef þeir ætla ekki að gangast við því þá er bara ein leið fær,“ segir Einar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert