Björgun endurnýjar skipastólinn

Dísa hefur áður unnið við dýpkunina.
Dísa hefur áður unnið við dýpkunina. mbl.is/sisi

Björgun stefnir að því að endurnýja að hluta skipakost félagsins á næstu misserum. Annað hvort verður það gert með nýsmíði dæluskips eða fjárfestingu í notuðu skipi. Ljóst sé að ferlið muni taka töluverðan tíma.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Eins og fram hefur komið í blaðinu hafa Vegagerðin og Björgun undirritað verksamning um dýpkun Landeyjahafnar næstu þrjú árin, þ.e. 2019 -2021.

Björgun átti langlægsta tilboð í dýpkun í og við Landeyjahöfn, 620 milljónir. Núverandi verktaki, belgíska fyrirtækið Jan De Nul, bauð 1.179 milljónir. Björgun bauð núverandi skipa- og tækjabúnað félagsins til verksins sem henta við mismunandi aðstæður og á mismunandi dýpkunarsvæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert