FÍB segir verið að misnota almannafé

Húsavíkurhöfði. Göngin, tæpur 1 km að lengd, voru opnuð í …
Húsavíkurhöfði. Göngin, tæpur 1 km að lengd, voru opnuð í fyrra. mbl.is//Hafþór Hreiðarsson

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) fer hörðum orðum um ráðstöfun vegafjár til ganganna undir Húsavíkurhöfða og Vaðlaheiðarganga í umsögn við þingsályktunartillögurnar um samgönguáætlun, sem nú eru til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

FÍB segir um Húsavíkurgöngin, sem grafin voru milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka, að þau séu undarleg opinber framkvæmd, vegfarendur um allt land hafi borgað fyrir þau en megi hins vegar ekki nota eigin veg.

,,Í upphafi var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdina við Bakka yrði 1,8 milljarðar króna. Endanlegur kostnaður er um 4 milljarðar króna. Allur viðbótarkostnaðurinn rann létt í gegnum fjárveitingavaldið og enginn virðist bera ábyrgð á þessari misnotkun á almannafé og framúrkeyrslu á framkvæmdatímanum,“ segir í umsögn FÍB.

Ennfremur segir þar að vegurinn um göngin sé lokaður til afnota fyrir aðra vegfarendur en þá sem eiga erindi til eða frá PCC kísilverksmiðjunni og hann þjóni á engan hátt almennum vegfarendum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert