Landsréttur staðfestir gæsluvarðhald

Húsið sem brann á Selfossi.
Húsið sem brann á Selfossi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að karlmaður á sextugsaldri skuli sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember. Maðurinn er grunaður um aðild að eldsvoða í einbýlishúsi á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október.

Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Hann segir að rannsókn sé í fullum gangi. Lögreglan er að taka saman gögn og vinna úr þeim, meðal annars frá öðrum stofnunum.

Lögreglan hefur óskað eftir vitnum vegna brunans og í fyrradag var tekin skýrsla af einu vitni sem hafði gefið sig fram við lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert