Búast má við handtöku verði sekt ekki greidd

Verði sektin ekki greidd þá getur það þýtt beina ferð …
Verði sektin ekki greidd þá getur það þýtt beina ferð í steininn. mbl.is/​Hari

Þeir sem ekki hafa greitt sektir mega búast við handtöku verði ekki samið um greiðslur sekta. Frá þessu greinir Fangelsismálastofnun.

Hún segir, að með fjölgun rýma í fangelsum landsins gefist aukið svigrúm til að fullnusta vararefsingum í fangelsum landsins.

„Um áramótin hefst átak þar sem einstaklingar sem ekki hafa greitt sektir verða boðaðir til afplánunar vararefsinga í fangelsi.

Til þess að komast hjá því er því brýnt að þeir sem ekki hafa greitt sektir bregðist skjótt við þannig að komast megi hjá afplánun í fangelsi. Er áætlað að a.m.k. 10 fangelsisrými verði framvegis nýtt í þessum tilgangi,“ segir í tilkynningu frá Fangelsismálastofnun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert