Dómur yfir Thomasi Møller kveðinn upp í dag

Thomas Møller Olsen í Landsrétti.
Thomas Møller Olsen í Landsrétti. mbl.is/Árni Sæberg

Dómur yfir grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Ol­sen verður kveðinn upp í Landsrétti klukkan 14:00 í dag. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra og stórfellt fíkniefnabrot en Thomas áfrýjaði dómnum.

Við aðalmeðferð fyrir Landsrétti í síðasta mánuði sagði Björgvin Jónsson, skipaður verjandi Thomasar, að það væri í besta falli ólíklegt að andlát Birnu hefði getað orðið með þeim hætti sem ákæruvaldið vildi meina.

Sig­ríður Friðjóns­dótt­ir rík­is­sak­sókn­ari sagði að sönn­un­ar­gögn máls­ins sýndu að eng­inn skyn­sam­leg­ur vafi væri uppi um hvort Thom­as hefði svipt Birnu Brjáns­dótt­ur lífi. Því bæri Lands­rétti að sak­fella hann.

Sig­ríður sagði jafn­framt að framb­urður hans fyr­ir héraðsdómi, þar sem reynt hafi verið að varpa sök á sak­laus­an mann, Ni­kolaj W. Her­luf Ol­sen, hafi verið hald­laus. Hún sagði sak­born­ing­inn hafa gert allt sem hann gæti til þess að koma sök­inni á ein­hvern ann­an.

Líta mætti til þess að þyngja refs­ingu hans með til­liti til þess – og að ákæru­valdið liti svo á að sú refs­ing sem Thom­asi var gerð af Héraðsdómi Reykja­ness hefði síst verið of þung.

mbl.is
Loka