Óvenjumörg stórtjón vegna bruna

Stórbruni í Hafnarfirði.
Stórbruni í Hafnarfirði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkviliðsmenn hafa haft í nógu að snúast það sem af er ári vegna brunaútkalla. Í samtali við Morgunblaðið segir slökkviliðsstjóri „þetta vera orðið ansi gott“, en Kjartan Vilhjálmsson, tengiliður TM við fjölmiðla, segir tíðina þegar kemur að stórtjónum „óvenjulega“.

„Við vorum með stóran bruna í fyrra á Snæfellsnesi og annan í Skeifunni 2014. Frá þeim tíma að telja höfum við séð óvenjulega mikið af stórum brunatjónum,“ segir hann, en tryggingafélögin hafa mörg hver sent frá sér afkomuviðvörun á árinu í kjölfar fregna af stórbrunum.

Í umfjöllun um  þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir Andri Ólafsson, samskiptastjóri VÍS, athugun á brunatjónum í þeirra bókum benda til þess að „töluvert meira“ sé um eldsvoða það sem af er þessu ári en árið á undan. „Ef við miðum við tjón þar sem greiddar eru meira en 10 milljónir í bætur eða meira erum við að tala um helmingi fleiri mál en í fyrra, eða tæplega tuttugu tilvik.“

Meðal stærri verkefna sem slökkviliðsmenn hafa sinnt á árinu má nefna eldsvoða í Hellisheiðarvirkjun, fiskeldisstöð á Núpi í Ölfusi, stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ og við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði auk flókins slökkvistarfs í Perlunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert