Umsækjendur um alþjóðlega vernd fá desemberuppbót

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin mun verja 5,6 milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu í desemberuppbót til umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi hafa undanfarin ár fengið viðbótargreiðslu í desember. 618 umsækjendur um alþjóðlega vernd eru nú  í þjónustu hjá Útlendingastofnun og sveitarfélögunum Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ, þar af 138 börn.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert