Vill að málið verði endurupptekið

Áslaug Perla lést eftir að henni var hrint fram af …
Áslaug Perla lést eftir að henni var hrint fram af svölum á 10. hæð fjölbýlishúss við Engihjalla árið 2000. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ég skrifa þessa grein vegna þess að ég og fjölskylda mín viljum að mál Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, sem lést eftir að henni var hrint yfir handrið á svölum á 10. hæð fjölbýlishúss við Engihjalla árið 2000, verði endurupptekið.“

Þannig hefst aðsend grein Gerðar Berndsen í Morgunblaðinu í dag. Hæstiréttur dæmdi Ásgeir Inga Ásgeirsson í 16 ára fangelsi 2001 fyrir að hafa hrint Áslaugu fram af svölum á 10. hæð fjölbýlishúss í Engihjalla í maí árið 2000. Hann var dæmdur í 14 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur en Hæstiréttur þyngdi dóminn.

Frétt mbl.is

Ég sótti um end­urupp­töku á mál­inu 2006 hjá rík­is­sak­sókn­ara með aðstoð dóms­málaráðherra, fékk neit­un. Aft­ur 2009 vegna nauðgun­ar sem var órann­sökuð, fékk líka neit­un þá. Ég sendi beiðni til end­urupp­töku­nefnd­ar 2015 og fékk neit­un. Sendi aft­ur beiðni 2017, þá lét ég fylgja með 75 síður úr lög­reglu­skýrsl­um, sem sönn­un­ar­gögn, en fékk aft­ur neit­un,“ skrifar Gerður.

Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu.
Gerður Berndsen, móðir Áslaugar Perlu.

Hún bendir á að í lögum um meðferð sakamála sé fjallað um endurupptöku dæmdra mála í Hæstarétti. Þar standi að ef verulegar líkur séu leiddar að því að sönnunargögn sem færð hafi verið fram í máli hafi verið rangt metin, svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess, þá geti Hæstiréttur orðið við beiðni manns, sem telji sig ranglega sakfelldan eða sakfelldan fyrir mun meira brot en það sem hefur verið framið. 

Það er ein­göngu hægt að taka upp mál til end­urupp­töku ef sakamaður á í hlut. Ef lög­un­um verður breytt er hægt að taka upp mál dótt­ur minn­ar,“ skrifar Gerður.

Greinina má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert