Eldur í iðnaðarhúsnæði í Njarðvík

mbl.is/Eggert

Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði við Fitjabraut í Njarðvík laust eftir klukkan ellefu í kvöld. Húsið var mannlaust og þurftu slökkviliðsmenn að brjóta sér leið inn í húsnæðið. Kalka, sorpeyðingarstöð Suðurnesja, er með húsnæðið á leigu. 

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja kom eldurinn upp í kalkgeymi. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins sem reyndist minni háttar.

Einn dælubíll sinnti útkallinu. Slökkviliðsmenn eru enn á vettvangi og verið er að reykræsta húsið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert