Líkamsleifarnar komnar til Katmandú

Kristinn og Þorsteinn fórust á Pumori árið 1988.
Kristinn og Þorsteinn fórust á Pumori árið 1988. Wikipedia/Philip Ling

Líkamsleifar Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fórust í fjallinu Pumori í Nepal 1988, eru komnar til höfuðborgarinnar Katmandú. Þar verða líkamsleifar þeirra rannsakaðar til þess að ganga úr skugga um að um Kristin og Þorstein sé að ræða.
Þetta staðfestir Snævarr Guðmundsson í samtali við mbl.is.

Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður fór til Nepal til þess að kanna möguleika á flutningi líkamsleifa Kristins og Þorsteins niður úr fjallinu, sem hann hefur og gert með aðstoð sjerpa.

Nokkrir nánir aðstandendur Kristins og Þorsteins eru staddir í Katmandú. Þegar fengist hefur staðfest að um Þorstein og Kristin sé að ræða verður ákvörðun tekin um flutning þeirra heim til Íslands.

Áður hefur komið fram að borg­araþjón­usta ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, alþjóðadeild og kennsla­nefnd rík­is­lög­reglu­stjóra aðstoði aðstand­end­ur við skipu­lagn­ingu aðgerðanna.

Vegna fyr­ir­spurna um hvernig megi aðstoða hafa aðstand­end­ur stofnað styrkt­ar­reikn­ing í nafni Krist­ins Stein­ars Krist­ins­son­ar, kt. 310389-2939, nr. 0370-13-004559.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert