Úr falli á forsetalista

Jón Ingi fetar menntabrautina þrátt fyrir erfiða byrjun.
Jón Ingi fetar menntabrautina þrátt fyrir erfiða byrjun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sálfræðineminn Jón Ingi Hlynsson, 23 ára gamall ofvirkur strákur úr Breiðholtinu, er síður en svo hinn dæmigerði háskólanemi.

Hann féll á samræmdu prófunum í íslensku og stærðfræði og gerði síðan nokkrar atlögur að framhaldsskólanámi sem allar féllu um sjálfar sig.

Eftir að hafa lokið einkaþjálfaranámi áttaði hann sig á því að hann gæti vel lært og í kjölfarið fór hann í Menntastoðir Mímis, þar sem hann segir að sér hafi í fyrsta skipti þótt skemmtilegt að læra, en þar eru kenndar kjarnagreinar sem samsvara fyrsta árs námi í framhaldsskóla. Síðan fór hann í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík og komst þar á forsetalista skólans, þar sem eru 2% nemenda með hæstu einkunn í hverri deild.

Í umfjöllun um mál Jóns Inga í Morgunblaðinu í dag segir Anney Þórunn Þorvaldsdóttir hjá Mími  að þar hafi margar slíkar sögur orðið til, en undanfarin átta ár hafa hátt í 700 manns farið í gegnum Menntastoðir þar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert