„Er þetta boðlegt?“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, til vinstri.
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, til vinstri. mbl.is/​Hari

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, spurði ríkisstjórnina að því hvert hún stefndi er hann ræddi um aldraða og öryrkja á Alþingi í dag. Nefndi hann í því samhengi fregnir af 92 ára konu sem var látin sofa inni á salerni á Landspítalanum.

„Er þetta stefnan? Er þetta boðlegt? Ég segi: „nei“,“ sagði Guðmundur Ingi undir dagkrárliðnum störf þingsins.

Hann nefndi einnig grein Morgunblaðsins í morgun þar sem fram kemur að um 200 manns undir 67 ára sem þurfa á þjónustu að halda búa á hjúkrunarheimilum sem hefur verið breytt í félagslegar íbúðir.

„Það hlýtur að segja sig sjálft að það er eitthvað alvarlegt að í heilbrigðiskerfinu okkar ef þetta er staðreyndin,“ sagði hann og taldi ekki forsvaranlegt að láta þá sem annast aldraða einnig annast þá sem eiga við geðræn vandamál að stríða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert