Geðveikum og öryrkjum fjölgar sífellt á hjúkrunarheimilum

Félagslíf eldri borgara er meðal þess sem er sagt raskast …
Félagslíf eldri borgara er meðal þess sem er sagt raskast við blöndun þessara hópa. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Andinn í húsinu er ekki eins og hann á að vera. Ég get bara ekki þagað,“ segir Ingibjörg Finnbogadóttir, eldri borgari og íbúi í Seljahlíð í Reykjavík í samtali við Morgunblaðið. Þar eru nú 20 íbúðir af 79 ætlaðar geðveikum eða þeim sem standa höllum fæti af öðrum ástæðum.

Í hinum íbúðunum búa eldri borgarar. Þannig eru samvistum þessir tveir ólíku hópar, eldri borgarar og mun yngra fólk sem þarfnast þjónustu af öðrum ástæðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nú búa um 200 einstaklingar undir 67 ára aldri á því sem áður hét hjúkrunarheimili en er nú iðulega kallað einu nafni félagslegar íbúðir. Þetta er þróun sem gætir víða um land og margir, eins og Ingibjörg, lýsa yfir áhyggjum. Af þessu tilefni standa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) fyrir málþingi í dag, með yfirskriftina „Hvar á ég heima?“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert