Hún er ófríð og illileg

Terry Gunnell er áhugasamur um jóla- og dulbúningasiði. Grímuna fann …
Terry Gunnell er áhugasamur um jóla- og dulbúningasiði. Grímuna fann hann á Sardiní. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er einhver orðrómur um að Grýla sé dauð og hætt að borða börn. Það er að mínu mati enginn fótur fyrir því. Ég held að Grýla lifi sældarlífi í fjöllunum og borði enn sitt mannlega sushi.“

Þetta segir Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, en hann flutti erindið, Hún er svo ófríð og illileg, í Grýlukaffi Borgarbókasafnsins í menningarhúsinu Spönginni í gær. Erindið fjallaði um ættingja Grýlu í Skandinavíu, Þýskalandi, Austurríki, Írlandi og jafnvel víðar.

Terry sem lengi hefur rannsakað jóla- og dulbúningasiði á Norðurlöndum segir að í gamla daga hafi fólk farið töluvert á milli bæja í lok ársins klætt í dulbúninga sem huldu bæði andlit og hendur þannig að erfitt var að vita hver væri á ferð. Aðallega hafi þetta verið ungir og ógiftir menn sem fengu kjöt og áfengi frá þeim sem þeir heimsóttu. Þessi siður hafi einnig viðgengist í þýskumælandi ríkjum.

Sjáviðtal við Terry Gunnell um grýlur í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert