„Labbakútar“ sjá ESB allt til foráttu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert

„Það eru líka labbakútar víða í Evrópu sem sjá Evrópusambandinu allt til foráttu,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, er hún ræddi um popúlisma á Alþingi í dag.

Hún benti á að Donald Trump Bandaríkjaforseti tryði ekki niðurstöðu skýrslu Bandaríkjastjórnar um loftslagsbreytingar og sagði að í uppgangi popúlisma felist meðal annars að draga staðreyndir í efa og finna einhvern óvin í staðinn. „Við könnumst velflest við dæmi úr sögunni hvað þetta varðar.“

Þorgerður Katrín benti á gang mála í Evrópu og sagði að í Bretlandi hafi sterk stjórnmálaöfl hrökklast undan popúlistum. Til að sporna við þessu sé mikilvægt að opnir markaðir séu fyrir hendi og frelsi fyrir neytendur.

Hún sagði vond skilaboð vera að koma frá ríkisstjórn Íslands og að Viðreisn muni styðja stjórnina ef hún er smeyk við að takast á við alþjóðaskuldbindingar, meðal annars í tengslum við þriðja orkupakkann, allt í þágu neytenda og samfélagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert