Metfjöldi bíla í pressuna

Spilliefni eru tekin úr bílunum fyrir förgun.
Spilliefni eru tekin úr bílunum fyrir förgun. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Úrvinnslusjóður áætlar að allt að 12 þúsund ökutækjum verði skilað til förgunar í ár. Það yrði metfjöldi. Fyrra metárið var 2017. Þá var um 9.500 ökutækjum skilað til förgunar, sem var tæplega 50% aukning frá árinu 2016.

Eftir efnahagshrunið jókst hvatinn til að halda gömlum bílum lengur gangandi. Með auknum kaupmætti og meira framboði notaðra bíla, þ.m.t. bílaleigubíla, virðist sem margir hafi nýtt tækifærið í ár og látið farga gömlum bílum.

Tölur Úrvinnslusjóðs benda til að meðalaldur bíla sem fara til förgunar hafi náði hámarki 2016. Guðlaugur G. Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir styttast í að gjald sem bílaeigendur greiða fyrir förgunina verði hækkað.

Um 245 þúsund ökutæki voru skráð hér á landi um síðustu áramót. Förgun 12 þúsund ökutækja samsvarar því 5% flotans, að  því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina