Tryggja þurfi yfirburði NATO

Curtis Michael Scaparrotti, yfirhershöfðingi NATO í Evrópu.
Curtis Michael Scaparrotti, yfirhershöfðingi NATO í Evrópu. mbl.is/Hari

Forgangsmál Atlantshafsbandalagsins (NATO) er að tryggja að bandalagið hafi yfirhöndina gagnvart Rússlandi og öðrum þeim sem kunna að ógna öryggi aðildarríkja þess. Þetta sagði bandaríski hershöfðinginn Curtis Michael Scaparrotti, yfirhershöfðingi NATO í Evrópu, í samtali við mbl.is en hann var staddur hér á landi í byrjun vikunnar til þess að ræða við íslenska ráðamenn.

Spurður um stöðuna á Norður-Atlantshafi sagði Scaparrotti að mikilvægi þess svæðis og norðurslóða væri í forgrunni á ný eins og sjá mætti meðal annars af ákvörðunum sem teknar hefðu verið á síðustu ársfundum NATO.  Þar hefði Ísland sem fyrr mikilvægu hlutverki að gegna. Áherslan hefði enn fremur verið á breyttar aðstæður þar sem öryggismálin væru háð meiri breytingum en áður. Tæknin væri meðal annars að breytast og hernaðaraðferðir væru að breytast að sama skapi.

Fjölmörg herskip komu til landsins í haust vegna heræfingar NATO.
Fjölmörg herskip komu til landsins í haust vegna heræfingar NATO. mbl.is/​Hari

Hershöfðinginn sagði þessar breytingar ekki síst felast í því að NATO stæði á ný frammi fyrir öryggisógn frá Rússlandi. Scaparrotti segir landfræðilega legu Íslands fyrir vikið skipta miklu máli eins og áður. Rússar hafi verið að nútímavæða her sinn á undanförnum árum og þá ekki síst sjóherinn. Þá einkum kafbátaflota sinn. NATO þyrfti því að tryggja yfirburði sína í þeim efnum.

Landfræðileg lega Íslands og sú aðstaða sem fyrir hendi væri hér á landi skipti miklu máli í þeim efnum að sögn Scaparrottis. Þá ekki síst staða landsins sem ákveðin brú í GIUK-hliðinu svonefnda, það er hafsvæðinu á milli Grænlands og Íslands og Íslands og Bretlands. Það skipti NATO miklu máli varðandi möguleika bandalagsins þegar kæmi að aðgeðum bæði á legi og í lofti.

Aukin áhersla á færanlegar hersveitir

Spurður hvort NATO þurfi að auka viðveru sína á Íslandi að hans mati sagði Scaparrotti að ljóst væri að starfsemi bandalagsins hefði aukist hér á landi samhliða vaxandi ógn frá Rússlandi. Aukin viðvera væri annað mál. Hins vegar væru aðrar aðstæður en voru á árum áður þar sem kerfi NATO væru langdrægari en áður og bandalagið legði aukna áherslu á færanlegar hersveitir.

Herþota á vegum NATO við loftrýmisgæslu á Íslandi.
Herþota á vegum NATO við loftrýmisgæslu á Íslandi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hershöfðinginn var einnig spurður að því hversu góða yfirsýn NATO hefði, einkum þegar kæmi að ferðum rússneskra kafbáta um Norður-Atlantshafið í kringum Ísland. Scaparrotti sagði að bandalagið hefði langa reynslu í þeim efnum. Áherslan væri á það að vera skrefi á undan Rússum sem aftur þýddi að halda þyrfti áfram að tryggja að NATO hefði yfirhöndina í þeim efnum.

Spurður hvort loftrýmisgæslan, sem komið var á hér á landi til þess að tryggja varnir Íslands eftir að bandarísku herstöðinni var lokað árið 2006, sé að hans mati nægjanleg til þess að tryggja öryggi landsins og varnarhagsmuni NATO í heild sagði Scaparrotti að loftrýmisgæslan hafi verið það sem talið var mæta þessum þörfum á sínum tíma þegar henni hafi verið komið á.

Hershöfðinginn sagði að hins vegar væri ljóst að aðstæður væru háðar stöðugum breytingum og fyrir vikið væri loftrýmisgæslan eins og annað í stöðugri skoðun.  

Spurður hvort hann væri sammála þeirri skoðun sem heyrst hafi, meðal annars hjá sérfræðingum á sviði öryggis- og varnarmála, að það hafi verið mistök að loka herstöðinni, einkum þegar litið væri til baka, sagði hann mestu skipta í þeim efnum að tryggja að hægt væri að bregðast við stöðu öryggismála á hverjum tíma, hver sem hún kynni að vera, og hafa þá aðstöðu hér á landi sem nauðsynleg væri til þess.

mbl.is

Innlent »

Öll félög samþykktu nema eitt

14:45 Öll aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga nema Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samiðn. Meira »

Tafir vegna fræsunar og malbikunar

14:30 Töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna fræsunar og malbikunar fráreinar af Skeiðarvogi niður á Miklubraut til austurs.  Meira »

Mun fleiri orðið fyrir ofbeldi

14:30 „Hlutfall barna sem hefur orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi [er] mun hærra en ég held að almenningur og samfélagið gera sér grein fyrir,“ segir Hjördís Þórðardóttir, hjá UNICEF um rannsókn á ofbeldi í lífi barna sem kynnt var í dag. Samtökin vilja sjá tölurnar nýttar í aðgerðir. Meira »

„Það þarf sterka vöðva til að stjórna þessu!“

14:25 Langar biðraðir mynduðust á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar fimm DC-3 vélar voru sýndar almenningi.   Meira »

Ræddi um uppgang öfgaafla í Evrópu

13:58 Uppgangur öfgaafla í Evrópu og það pólitíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr var á meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallaði um í ræðu sinni á opnun alþjóðlegrar ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag. Meira »

Ástráður meðal umsækjenda um dómarastöðu

13:53 Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn þeirra sem sóttu um embætti landsréttardómara. Embættið var auglýst laust eftir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu í byrjun mánaðarins vegna aldurs. Ástráður staðfestir þetta við mbl.is. Meira »

Efling vill ábendingar um vanefndir

13:43 Efling – stéttarfélag hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmiss konar hlunnindi. Meira »

Féll sex metra í vinnuslysi

13:15 Karlmaður um tvítugt féll hátt í sex metra í vinnuslysi í Kópavogi um ellefuleytið í morgun.  Meira »

Sumarið er komið því malbikun er hafin

13:09 „Þegar sólin fer að skína og hlýnar í veðri þá fer þetta af stað. Allt mjög hefðbundið,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur og verkefnastjóri viðhalds hjá Vegagerðinni, spurður um malbikunarvinnu sumarsins. Meira »

Skuldir ekki flokkaðar eftir loftförum

12:03 Skuldir flugrekenda við Isavia eru ekki flokkaðar eftir loftförum. Það þýðir að Isavia getur ekki sagt nákvæmlega hver skuld hverrar og einnar flugvélar er við félagið, heldur þyrfti matsgerð til að finna út úr því. Þetta kom fram í máli Gríms Sigurðssonar, lögmanns Isavia, í héraðsdómi í dag. Meira »

„Sig­ur fyr­ir lífs­kjör allra Íslend­inga“

11:59 „Ég er mjög ánægður með það skref sem peningastefnunefnd stígur í dag. Það er mjög mikilvægt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti komið upp „réttarfarsklessa“

11:51 Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, fer fram á að aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia verði vísað frá dómi. Telur hann að sú staða geti komið upp að Landsréttur og héraðsdómur komist að mismunandi niðurstöðu í sama málinu. Væri þá komin upp eins konar „réttarfarsklessa“. Meira »

„Gríðarlega ánægjuleg tíðindi“

11:50 „Þetta eru bara gríðarlega ánægjuleg tíðindi og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is vegna ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka vexti í 4% úr 4,5%. Meira »

Hæstiréttur hafnar beiðni Steinars Berg

11:43 Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Steinars Berg Ísleifssonar eftir leyfi dómstólsins til að áfrýja dómi Landsréttar sem í apríl sýknaði Ríkisútvarpið af kröf­um Stein­ars. Hann krafði RÚV um miska­bæt­ur og af­sök­un­ar­beiðni vegna end­ur­varps á um­mæl­um tón­list­ar­manns­ins Bubba Mort­hens í þætt­in­um Popp- og rokk­saga Íslands. Meira »

EasyJet fækkar Íslandsferðum

11:42 Flugfélagið EasyJet hefur fækkað ferðum sínum til Keflavíkur. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir stjórnendur félagsins skrifa ákvörðunina á dýrtíðina á Íslandi. British Airways og Wizz Air eru aftur á móti sögð fjölga ferðum frá London til Íslands í vetur. Meira »

„Ofboðslega sorglegar tölur“

11:34 Félags- og barnamálaráðherra hyggst bregðast hratt og örugglega við niðurstöðum skýrslu sem segir til um að fimmta hvert barn á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi. Hann fundar með UNICEF, sem lét vinna skýrsluna, í hádeginu. Meira »

Ganga skrúðgöngu í tilefni Dýradagsins

11:32 Dýradagurinn er haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni. Þema göngunnar þetta árið er málefni hafsins, svo sem plastmengun í hafi, hnignun lífbreytileika, súrnun sjávar og dýr á válista. Meira »

„Órafmagnað stuð“

11:10 „Það er stuð í kirkjunni. Þetta er órafmagnað stuð,“ segir Gunnar Ben stjórnandi poppkórsins Vocal Project sem heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju annað kvöld kl. 20. Gefinn verður forsmekkur fyrir hausttónleika kórsins. Meira »

„Tími kominn til að höggva á hnútinn“

10:39 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, gerði þá kröfu í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að flugvélin TF-GPA, sem er af tegundinni Airbus A321 og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá falli WOW air, verði tekin með beinni aðfaragerð af sýslumanni frá Isavia og afhent flugvélaleigufyrirtækinu ALC Meira »
VOLKSWAGEN - PASSAT 2.0TDI 4x4
Til sölu VOLKSWAGEN - PASSAT 2.0TDI 4x4 Árgerð 2007 - Km 201Þúsund. Bíll í góðu...
Sumarhús með Nissan rafbíl til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...