Fundargögnum skilað til ráðherra

Forstjóri Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrir miðri mynd, og fulltrúar …
Forstjóri Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrir miðri mynd, og fulltrúar Samherja mæta á fund með bankaráði Seðlabanka Íslands. mbl.is/​Hari

Gylfi Magnússon, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, segir að bankaráðið muni vinna úr því sem kom fram á fundi þess með fulltrúum Samherja í gær ásamt fjölmörgum gögnum og skila forsætisráðherra skýrslu.

„Forsætisráðherra bað okkur um að svara ekki síðar en 7. desember og við stefnum auðvitað að því að standa við það,“ segir Gylfi. Bankaráð boðaði Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, og aðra fulltrúa til fundar í Seðlabankanum í gær. Fundurinn var rúmlega tveggja tíma langur og sagði Þorsteinn að Samherjafólk hefði komið sínum sjónarmiðum á framfæri við bankaráð.

Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms nýlega um að fella úr gildi ákvörðun SÍ frá 1. september 2016 um að Samherji skyldi greiða 15 milljónir kr. í stjórnvaldssekt vegna brota á reglum um gjaldeyrismál.

„Fulltrúar Samherja fengu tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og svara spurningum frá bankaráðsmönnum,“ segir Gylfi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert