Sýna meiri ábyrgð með að fjárfesta ekki

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir almenning ekki finna fyrir ...
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir almenning ekki finna fyrir því verði skrúfað fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna til fjármálakerfisins. Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson

Lífeyrissjóðirnir sýna frekar ábyrgð með því að halda að sér höndum á meðan ólga er á vinnumarkaði frekar en að fjárfesta í atvinnulífinu á slíkum tíma. Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við Huldu Bjarna á K100 nú síðdegis.

Ummæli Ragnars Þórs í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi hafa vakið töluverðan styr, en þar hafði hann orð á því að verkalýðssamtök ættu að beita áhrifum inn í lífeyrissjóðina. Hefur Fjármálaeftirlitið m.a. í dag haft orð á því að slíkt sé óheimilt og þá sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, þetta ekki vera þann tón sem hún átti von á frá Ragnari.

„Ég átti alveg von á að heyra frá stjórnendum kerfisins,“ sagði Ragnar og kvað ákveðna aðila sem stýri kerfinu hafa hag af óbreyttu ástandi.

Sagði hann lífeyrissjóðina hafa verið notaða í gegnum tíðina, til að mynda við gjaldmiðlasamninga sem þeir hafi verið plataðir í í aðdraganda hrunsins og svo við fjárfestingaævintýri á borð við kísilver United Silicon. „Þar töpuðust milljarðar,“ sagði Ragnar Þór. Slíkum málum hafi hins vegar verið sópað undir teppið frekar en að takast á við þau.

Hafa verið notaðir miskunnarlaust

„Ég get haldið áfram endalaust um það hvernig lífeyrissjóðir hafa verið notaðir miskunnarlaust og kerfisbundið fyrir ákveðnar viðskiptablokkir og í ákveðin verkefni,“ sagði hann og bætti við að mörg brot hafi verið framin á sjóðsfélögum í gegnum tíðina í tengslum við  fjárfestingarákvarðanir sjóðanna.

„Þegar kemur að því til dæmis að kjarasamningar eru lausir og það er ólga á vinnumarkaði þar sem stefnir í átök, þá spyr maður sig er skynsamlegt og ábyrgt af lífeyrissjóðunum að fjárfesta í atvinnulífinu þegar svo ber undir? Er það skynsemi að fjárfesta í fyrirtækjum þegar verkföll eða átök eru yfirvofandi? Þetta er lykilatriði og ég myndi segja að það væri frekar ábyrgt af stjórnendum lífeyrissjóðanna að halda að sér höndum þegar staðan á vinnumarkaði er með þeim hætti sem virðist stefna í, heldur en að koma fram með þeim hætti sem þeir gera nú.“

Kvaðst Ragnar Þór ekki vera að gagnrýna daglegt starf lífeyrissjóðanna, en að félagsmenn sem eigi sjóðina hafi ekkert um það að segja hvernig þeim er stýrt þrátt fyrir framlag sitt.

„Við þurfum hins vegar að horfa upp á lífeyrissjóðina okkar neita að koma að sanngjarnri uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði,“ sagði hann. „Og við erum ekki að tala um að niðurgreiða neitt, eða að gefa einhverri kynslóð peninga á kostnað annarra.“ Einungis sé verið að tala um að lífeyrissjóðirnir komi að uppbyggingu á einhverju sem skiptir lífskjör alls þorra almennings miklu máli.

Bara tvennt eftir í stöðunni

Ragnar Þór segist skilja gagnrýni á orð sín upp að vissu marki, en segir þó hugmyndir um að lífeyrissjóðirnir komið að uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði vera innan lagalegs ramma. „Það er innan þess lagaramma sem þeir starfa. Þeir hafa hins vegar þvertekið fyrir að koma að slíkri uppbyggingu en taka svo á móti þátt í United Silicon og þar töpuðust milljarðar.“

Þeir sem greiði í lífeyrissjóðina hafi hins vegar ekkert um það að segja hvernig þeir hagi sér. „Við höfum ekkert að segja nema í gegnum stéttarfélögin um það hverjir sitja í stjórn lífeyrissjóðanna. Þess vegna segi ég að það er bara tvennt orðið eftir í stöðunni fyrir fólkið í landinu. Það er annaðhvort að fá atvinnurekendur út úr stjórn lífeyrissjóðanna eða þá að sjóðsfélagarnir sjálfir taki völdin og kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna.

Nefndi Hulda þá að ójafnvægið og ólgan kunni mögulega að valda fólki áhyggjum og spurði Ragnar Þór út í þau orð sem hann lét falla í gær um möguleg skæruverkföll og að setja fjármálakerfið í verkfall.

„Fólk auðvitað spyr sig bara hvað er fram undan?“ sagði Hulda. „Fólk finnur ekkert fyrir því ef við skrúfum fyrir fjárfestingar lífeyrissjóðanna til fjármálakerfisins,“ fullyrti Ragnar Þór. „Fólk fer áfram með sín börn í skóla og leikskóla á morgnana. Það breytist ekkert. Ég myndi hins vegar frekar segja að það væri ábyrgðahluti lífeyrissjóða ef það eru átök yfirvofandi á vinnumarkaði, ef samningar eru lausir, að þá geta þeir réttlætt það að skrúfa fyrir fjárfestingar í fjármálakerfinu eða að fjárfesta í fyrirtækjum almennt á meðan að það er óvissa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gul viðvörun fyrir Norðurland eystra

22:17 Gul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi annað kvöld að sögn Veðurstofu Íslands. Meira »

Slasaðist er 500 kg stálbiti féll á hann

21:48 Maður var fluttur alvarlega slasaður með þyrlu Landhelgisgæslunnar á bráðamóttöku Landspítalans eftir að 500 kg stálbiti féll á hann í vinnuslysi í uppsveitum Árnessýslu. Meira »

Vegagerðin kýs leið Þ-H

21:37 Leið Þ-H á Vestfjarðaleið er sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði, að mati Vegagerðarinnar. Leiðin kemur best út við samanburð á öryggi, greiðfærni, styttingu leiða og er hagkvæmari. Valkostagreining Viaplans frá 12. desember breytir ekki þeirri niðurstöðu. Meira »

Fasteignaskattar lækka í Hafnarfirði

21:20 Álagningarstuðull fasteignaskatta lækkar og komið er til móts við barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019, sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi í dag. Meira »

Sannar gjafir fara víða um heim

20:47 „Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. Það er því yndislegt að sjá hvað almenningur og fyrirtæki hér á Íslandi láta sig heilsu og réttindi barna varða og hversu margir kjósa að gefa Sannar gjafir um jólin,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. Meira »

Ferðaþjónustan á fullu yfir hátíðirnar

20:32 Ferðaþjónusta í Reykjavík er í töluverðum viðskiptum yfir jól og áramót en staðan er ekki eins góð úti á landi. Í höfuðstaðnum eru hótel mörg fullbókuð. Meira »

Nikkan leynivopn í skötuklúbbnum

19:41 Þorláksmessuskatan er handan við hornið en Íslenski skötuklúbburinn, The Icelandic Skate Club upp á útlensku, ekki síst fyrir færeyska félagsmanninn Ásvald Simonsen, tekur ávallt forskot á sæluna og heldur árlega skötuveislu í hádeginu á laugardegi um miðjan desember. Meira »

Án rafmagns í tæpan sólarhring

19:28 Nokkur íbúðarhús á Leiruvegi á Kjalarnesi voru rafmagnslaus vegna háspennubilunar í tæplega sólarhring áður en rafmagn kom aftur á nú rétt fyrir kl. 19. Íbúi á svæðinu hefur fjárfest í rafstöð vegna tíðra bilana. Meira »

Fjórtán verkefni tengd hjúkrunarrýmum

19:03 Alls eru fjórtán verkefni í farvatninu á vegum ríkisins tengd hjúkrunarrýmum og eru þau mislangt á veg komin. Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. 50 aldraðir liggja á bráðadeildum. Meira »

Báðir ökumenn fluttir á Landspítala

18:50 Ökumaður annars bílsins sem lenti í árekstri á Gaulverjabæjarvegi laust fyrir klukkan 17 í dag var fluttur á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem lenti þar klukkan rúmlega 18 í kvöld. Meira »

50 hafi keypt vændi af fatlaðri konu

18:41 Grunsemdir eru uppi um að í kringum fimmtíu karlmenn hafi keypt vændi af fatlaðri konu á nokkurra mánaða tímabili. Konan hefur leitað til Bjarkarhlíðar, sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Meira »

Sóttu svartfugl í jólamatinn

18:33 „Svartfuglinn er styggur og að skjóta hann er talsverð kúnst,“ segir Sævar Guðjónsson á Mjóeyri við Eskifjörð.   Meira »

Ómerktir ofnæmisvaldar í sósu

18:15 Matvælastofnun varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir eggjarauðum, sinnepi, hveiti og/eða selleríi við neyslu á „Ópal heitreyktum laxabita m/muldum pipar“ frá Ópal Sjávarfangi. Meira »

Nærri helmingur notar síma undir stýri

17:34 Hátt í helmingur landsmanna, 49%, segist hafa notað farsíma undir stýri fyrir símtöl með handfrjálsum búnaði á síðustu tólf mánuðum, en 34% segjast hafa talað í síma við akstur án handfrjáls búnaðar. Meira »

„Hafa enga skyldu til að mæta“

17:20 Miðflokkurinn segir að þeir þingmenn sem hafa verið boðaðir á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hafi enga skyldu til að mæta. „Það er afar fátítt að þingnefndir séu notaðar í jafn augljósum pólitískum tilgangi og átti að gera. Slíkt á ekki að viðgangast.“ Meira »

Harður árekstur á Gaulverjabæjarvegi

17:03 Tveggja bíla árekstur varð á Gaulverjabæjarvegi skammt frá Hraunsá nú rétt fyrir kl 17. Slökkvilið, ásamt lögreglu og sjúkraflutningafólki, er á staðnum og unnið er að því að ná fólki út úr bílunum með klippum. Meira »

„Mig langar til að gera grín að þessu“

16:58 Kári Stefánsson lét ýmis stór orð falla á formlegri opnun jáeindaskanna á Landspítalanum í dag. Í viðtali við mbl.is ræddi hann svo meint afskiptaleysi „hrokafulls heilbrigðismálaráðherra.“ Meira »

Skorar á þingmenn að gefa jólabónusinn

16:22 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, skoraði á þingheim í dag að gefa jólabónus sinn til góðgerðamála og veifaði peningum í ræðustól Alþingis. Meira »

Dæmdir fyrir árás við Kiki

16:09 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hvor fyrir líkamsárásir á tvo dyraverði við skemmtistaðinn Kíkí í miðbæ Reykjavíkur. Eru þeir einnig fundnir sekir um að hafa ekki hlýtt fyrirmælum og að annar þeirra hafi bitið lögreglumann. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik fyrir fjölskyldur og erlenda gesti. Einn...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Adventures of Huckleberry Finn 1884, 1. útg., Fornmannasögur 1-12...