Anna íhugar að segja af sér

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins.

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, segist íhuga að segja af sér þingmennsku.

Anna er einn þeirra sex þingmanna sem töluðu illa um samstarfsfólk sitt á barnum Klaustri. „Ég á mér engar málsbætur, Ég tek fulla ábyrgð á mínum orðum í þessu. Ég hef eytt töluverðum hluta dagsins í það að biðja fólk afsökunar,“ sagði hún í kvöldfréttatíma RÚV.

„Ég hef hugsað mína stöðu í dag. Ég ímynda mér að við tökum áfram þessa umræðu innan okkar þingflokks og þá sérstaklega þeirra sem voru þarna um kvöldið,“ segir hún og er sátt við að málið farið fyrir forsætisnefnd Alþingis.

Stjórn Flokks fólksins skoraði fyrr í dag á tvo þingmenn sína að segja af sér vegna málsins. 

mbl.is