Staðan er viðkvæm

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/​Hari

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að stjórnvöld fylgist náið með stöðu mála varðandi WOW air og hópuppsagnir Airport Associates.

„Hún er viðkvæm eins og allir sjá,“ segir Bjarni, sem hefur ekkert meira að segja um málið að svo stöddu.

Katrín Jakobsdóttir vildi ekkert tjá sig um stöðu mála þegar óskað var eftir því.

Tilkynnt var í morgun að Icelandair myndi ekki kaupa WOW air. Síðdegis í dag sagði Airport Associates upp 237 manns en fyrirtækið er stærsti þjónustuaðili WOW air á Keflavíkurflugvelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert