Standi utan orkulöggjafar ESB

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég get ekki séð að það skipti samstarfsþjóðir okkar nokkru máli þó að við stæðum utan regluverksins um orkumál. Þrátt fyrir að vera hlutfallslega stórir framleiðendur er markaðurinn hér örmarkaður í stóra samhenginu, markaður sem skiptir ekki aðra en okkur máli m.a. annars vegna þess hversu langt við erum frá markaði ESB og við erum ekki að tengjast þeim markaði á næstu árum, hvað sem síðar verður.“

Þetta segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag um þriðja orkupakka Evrópusambandsins sem til stendur að innleiða hér á landi í gegnum EES-samninginn. Málið hefur mætt mikilli andstöðu, ekki síst innan Sjálfstæðisflokksins. Skoðanakönnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, síðasta vor sýndi yfir 90% stuðningsmanna flokksins andvíga því að framselja frekara vald yfir íslenskum orkumálum til evrópskra stofnana. Þá ályktaði landsfundur flokksins um málið á svipuðum nótum í mars. Fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa áður lýst efasemdum um þriðja orkupakkann. Þar á meðal Óli Björn Kárason, Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson.

Áhyggjur af þriðja orkupakkanum eðlilegar

Sjálfbær nýting náttúruauðlinda er okkur Íslendingum hlutfallslega mikilvægari en öðrum þjóðum og þess vegna eðlilegt að umræður verði krefjandi. [...] Það er því eðlilegt að margir hafi áhyggjur þegar þeir telja að innleiðing regluverks ESB geti haft takmarkandi áhrif á ákvarðanatöku okkar um skipulag þessara mála til lengri framtíðar og mögulega kallað fram hækkun á raforkuverði til heimila og almenns fyrirtækjarekstrar í landinu.“ Talið hafi verið hagkvæmt á sínum tíma að innleiða fyrsta og annan orkupakka Evrópusambandsins en þróun regluverks þess í orkumálum hafi ekki verið fyrirséð.

„Ekkert af því sem þar var gert hefðum við ekki getað innleitt sjálf, eins og til að mynda að skapa grundvöll fyrir opinn markað og samkeppni í framleiðslu og sölu á rafmagni. Það höfum við gert í sjávarútvegi með því að hafa markað fyrir veiðileyfi og frjálsa sölu á sjávarafurðum. Við þurftum ekki ESB til að segja okkur fyrir verkum í þeim efnum og árangur okkar er stórkostlegur borið saman við árangur annarra þjóða,“ segir Jón en fyrr á árinu sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að orkumál Íslendinga væru ekki mál sem ættu að heyra undir innri markað Evrópusambandsins.

Hefði ekki átt að samþykkja pakka eitt og tvö

Eftir á að hyggja hefði fyrir vikið verið skynsamlegt að Íslendingar þróuðu eigið regluverk í þessum efnum til þess að gæta hagsmuna landsmanna og fyrirtækja í landinu. Grundvallarspurningin væri hvort Ísland ætti eitthvað erindi í samstarf um orkumál við nágrannaþjóðirnar. „Er þörf á því að efna hér á landi til deilna um viðkvæmt mál þegar afleiðingarnar eru eins óljósar og raun ber vitni og þá ekki síst með tilliti til þess að nú þegar er verið að undirbúa 4. orkupakkann? Ef við síðar tökum þá ákvörðun að tengja Ísland með raforkusæstreng til Evrópu er auðvitað allt önnur staða uppi og eðlilegt að þá þurfi að samræma reglur hér þeim reglum sem gilda á því markaðssvæði.“

Tillaga Jóns í málinu sé einföld: „Setjumst niður með viðsemjendum okkar og förum yfir málin á þessum grunni. Ég sé ekki að þær þjóðir hafi, eins og sakir standa, sérstaka hagsmuni af því að við innleiðum reglur ESB um orkumál. Fyrir Norðmenn er málið mikilvægt, því þeir eiga í miklum og að þeirra mati ábatasömum viðskiptum við Evrópulönd vegna sölu á raforku. Í mínum huga er þetta einfalt mál en það má vel vera að niðurstaðan verði flóknari en virðist við fyrstu sýn, það kemur þá í ljós þegar á reynir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Snjóhengja féll af húsi á konu

Í gær, 23:47 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um snjóhengju sem féll af húsi í Faxafeni á konu sem átti leið um.  Meira »

Áströlsku hjónin stefna Mountaineers

Í gær, 22:55 Áströlsk hjón sem týndust í sjö tíma í vélsleðaferð við Langjökul fyrir tveimur árum hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Þau krefjast miskabóta og segja atvikið hafa haft mikil sálræn áhrif á þau. Meira »

Reikningur barns tæmdur vegna mistaka

Í gær, 22:47 Solveig Rut Sigurðardóttir rak upp stór augu eftir að 18 ára drengur setti sig í samband við hana í gærkvöldi og upplýsti hana um að dóttir hennar hefði millifært á reikning hans rúmlega 100 þúsund krónur. Hann þóttist vita að mistök hefðu verið gerð. Meira »

Enginn samningur og ekkert samráð

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna hafa áhyggjur af stöðu leigjendamála á Íslandi og lýsir yfir furðu á samráðsleysi við samtökin í tengslum við tillögur átakshóps við vanda á húsnæðismarkaði. Þá gagnrýnir stjórnin að samningur Neytendasamtakanna og ríkisins um leigjendaaðstoð hafi ekki verið endurnýjaður. Meira »

Lögreglan varar við grýlukertum

Í gær, 21:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við grýlukertum en þau er víða að finna þessa dagana. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að nokkur hætta geti stafað af grýlukertum og því sé full ástæða til að hvetja vegfarendur til að sýna aðgát, ekki síst á miðborgarsvæðinu. Meira »

Sleginn ítrekað í andlitið

Í gær, 21:26 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa veist með ofbeldi að öðrum manni í Mosfellsbæ og slegið hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið. Meira »

Óvíst með lögmæti upplýsingagjafar

Í gær, 20:39 Félagsmálaráðuneytið sér sér ekki fært að afhenda Alþingi upplýsingar um kaupendur fullnustueigna Íbúðalánasjóðs árin 2008 til 2017 vegna lagalegrar óvissu um heimild til opinberrar birtingar slíkra persónuupplýsinga. Meira »

Favourite fer í almenna sýningu

Í gær, 20:25 Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru gerðar opinberar í gær og eru þar í forystu Netflix-kvikmyndin Roma og kvikmyndin The Favourite, sem hljóta tíu tilnefningar hvor, meðal annars sem kvikmyndir ársins. Athygli hefur vakið að The Favourite hefur ekki verið í sýningu hér á landi. Meira »

Sjáum slaka í félagslegu taumhaldi

Í gær, 19:36 Samvera grunnskólabarna í 9. og 10. bekk á Akureyri með foreldrum sínum mældist örlítið undir landsmeðaltali í könnun Rannsókna og greininga. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, segir akureyrsk ungmenni annars koma svipað út og ungmenni annars staðar. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:31 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en hann hljóðaði upp á tæpa 1,2 milljarða króna. Enginn hlaut heldur annan vinning, þar sem rúmar 33 milljónir króna voru í boði. Meira »

Auglýsti eftir líffæri á Facebook

Í gær, 19:30 Það var alger tilviljun að líffæragjafi og líffæraþegi kæmu að uppsetningu sýningarinnar „LÍFfærin," sýningu nýrra glerlíffæra í Ásmundarsal. Sýningin er unnin í samstarfi Ásmundarsalar og Corning Museum of Glass, Siggu Heimis, Gagarín og fleiri listamanna. Meira »

Rafvæðing dómstóla til skoðunar

Í gær, 19:17 Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir miðlæga gagnagátt í dómsmálum geta straumlínulagað dómskerfið, flýtt málsmeðferð og sparað samfélaginu töluverða fjármuni. Nokkur umræða skapaðist í Facebook-hóp lögfræðinga í gær þar sem Ómar vakti máls á óhagræðinu sem fylgir núverandi fyrirkomulagi dómstóla. Meira »

Gjaldeyrisbrask og hlutabréfaást í héraði

Í gær, 18:36 Alls gáfu átta vitni skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, við aðalmeðferð máls sem varðar innherjasvik fyrrverandi forstöðumanns hjá Icelandair. Lýstu vitnin meðal annars braski með japönsk jen og ást eins ákærða á hlutabréfamörkuðum, sem rekja megi allt til barnæsku. Meira »

Börnin blómstra í íþróttastarfinu

Í gær, 18:30 Þátttaka er sigur! Íþróttafélagið Ösp er opið öllum, ekki síst börnum með sérþarfir. Starf félagsins var kynnt um helgina. Boltagreinar, boccia og frjálsar íþróttir eru í boði og fleira er væntanlegt á dagskrána. Meira »

Skýringar á áverkum oft fáránlegar

Í gær, 18:26 Áverkar á börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi eru allt öðruvísi en þeir áverkar sem koma af slysförum segir Gestur Pálsson barnalæknir. Hann segir að oft séu skýringar á áverkum fáránlegar og læknar sem skoði börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi sjá að skýringin á ekki við. Meira »

Virkja Tungufljót í Biskupstungum

Í gær, 18:00 Góður gangur er í framkvæmdum við byggingu Brúarvirkjunar í Tungufljóti í Biskupstungum og um 60 manns eru þar nú að störfum. Meira »

Brekkurnar loksins opnaðar

Í gær, 17:30 Opnun Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar, rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi. Meira »

„Vasar þeirra ríku dýpka“

Í gær, 17:11 „Stefna Samfylkingarinnar er skýr um jöfn tækifæri allra,“ sagði Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sem flutti jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Hann sagði samneyslu þar sem gæðunum sé jafnt dreift þannig að öllum séu tryggð lífsviðurværi sé leiðin. Meira »

Tíu bækur tilnefndar

Í gær, 16:30 Tíu bækur voru fyrir stundu tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir árið 2018. Verðlaunin sjálf verða afhent í Þjóðarbókhlöðunni 3. mars og nema verðlaunin 1.250.000 krónum. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...