Starfsfólk Airport Associates á fundi

Airport Associates þjónustar WOW air á Keflavíkurflugvelli.
Airport Associates þjónustar WOW air á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert

Starfsmannafundur er hafinn hjá Airport Associates sem meðal annars þjónustar flugfélagið WOW air á Keflavíkurflugvelli. Þetta staðfestir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, við mbl.is, en fundurinn hófst klukkan 16.15.

Blaðamaður náði tali af Sigþóri Kristni skömmu fyrir fundinn. Spurður hvort ástæða fundarins sé sú að boða breytingar á starfsemi fyrirtækisins vegna rekstrarvanda WOW air sagði hann: „Hugsanlega.“ Vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig frekar fyrir fundinn.

Airport Associates þjónustar um 20 flugfélög á Keflavíkurflugvelli, meðal annars British Airways, easyJet, Norwegian, Wizz Air og Delta Airlines. Stærsti viðskiptavinur þeirra er WOW air. 

Starfsemi Airport Associates á Íslandi hófst árið 1997. Árið 2012 störfuðu um 100 manns yfir háannatíma hjá félaginu en þeir voru um 700 sl. sumar. Nú yfir vetrartímann starfa um 500 manns hjá fyrirtækinu.

Höfuðstöðvar Airport Associates í Reykjanesbæ.
Höfuðstöðvar Airport Associates í Reykjanesbæ. Ljósmynd/Víkurfréttir-Páll Ketilsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert