Viðbrögð við upptökunni á Twitter

Upptaka þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sitja á …
Upptaka þar sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sitja á bar og ræða menn og mál­efni með hætti sem flest­um þykir óviðeig­andi hefur vakið hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. mbl.is/​Hari

Um­mæl­i sem nokkrir þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins létu falla á bar fyrr í þessum mánuði hafa vakið hörð viðbrögð frá því að fréttir upp úr upptökunum voru birtar í gærkvöldi. 

Stund­in og DV hafa und­ir hönd­um upp­tök­ur af sam­töl­um þing­manna úr tveim­ur flokk­um, Miðflokkn­um og Flokki fólks­ins, á barn­um Klaustri 20. nóv­em­ber. Þingmennirnir sem um ræðir eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins auk Ólaf­s Ísleifs­sonar og Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanna Flokks fólks­ins. Á upptökunni má heyra þingmenn beggja flokk­anna ræða menn og mál­efni með hætti sem flest­um þykir óviðeig­andi.

Meðal þess sem fram kemur í upptökunni eru samræður þingmannanna um út­lit og hæfi kvenna til að skipa for­ystu­sveit­ir stjórn­mála­flokka. Á upp­tök­unni má einnig heyra rætt niðrandi um formann Flokks fólks­ins, Ingu Sæ­land, sem og um hvort Ólaf­ur og fleiri þing­menn þess flokks ættu ekki frek­ar er­indi í Miðflokk­inn. Þá var rætt um ýmis póli­tísk mál, s.s. skip­an sendi­herra í tíð Gunn­ars Braga.

Gunnar Bragi hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og þá hafa Karl Gauti og Bergþór beðið Ingu Sæland afsökunar á niðrandi ummælum sínum í garð hennar. 

Um kjörna fulltrúa er að ræða og hafa Twitter-notendur ekki legið á skoðunum sínum eins og sjá má: 

 

Fyrrverandi borgarstjóri tekur þátt í umræðunni: 

 

Twitter-notendur slá einnig á létta strengi: 




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert