Bergþór ætlar að líta í spegil

Bergþór Ólason.
Bergþór Ólason. mbl.is/Eggert

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segist hafa ákveðið að taka sér leyfi frá þingstörfum. Hann ætli sér að líta í spegil og taka sjálfan sig til gagnrýninnar endurskoðunar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, greindi frá því fyrr í dag að Bergþór og Gunnar Bragi Sveinsson ætluðu báðir í leyfi. 

„Eins og margir landsmenn vita þá er ég einn þeirra þingmanna sem sátu á hótelbarnum Klaustri þriðjudaginn 20. nóvember sl. og viðhafði meiðandi ummæli um einstaklinga sem höfðu ekkert sér til sakar unnið. Slíkt á maður auðvitað ekki að gera og hef ég ákveðið að taka mér leyfi frá þingstörfum,“ skrifar Bergþór.

„Þegar maður finnur sig í þeirri stöðu að þekkja ekki þann mann sem hljómar á upptökum, talsmátinn er manni framandi og framgangan þannig að maður skammast sín, verður maður að líta í spegil og taka sjálfan sig til gagnrýnnar skoðunar. Það ætla ég að gera.

Ég vil ítreka afsökunarbeiðni mína til allra þeirra sem ég særði með ummælum mínum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert