Framhaldið í þeirra höndum og kjósenda

Konurnar segjast ekki sjá fyrir sér hvernig þingstörfin eigi að ...
Konurnar segjast ekki sjá fyrir sér hvernig þingstörfin eigi að virka eftir uppljóstranirnar. Eggert Jóhannesson

„Ég skil ekki hvernig þetta fólk, með sitt umboð, ætlar að starfa áfram. Ég held að þeirra kjósendur hafi verið sviknir,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, eru á sömu skoðun. Hins vegar segja þær allar að þingmennirnir verði sjálfir að gera það upp við sig hvort þeir telji sig geta setið áfram á Alþingi, þá sé ekki hægt að reka úr vinnunni. „Ég átta mig ekki á hvernig þingstörfin eiga að virka eftir þetta,“ sagði Silja Dögg. 

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Ljósmynd/Bragi Þór Jósefsson

Allar þessar þrjár konur voru meðal þeirra fjölmörgu sem þingmannahópurinn ræddi um á barnum, oft með mjög grófum og dónalegum hætti.

„Þegar maður er þingmaður vill maður vera dæmdur af sínum verkum og telur að allir séu jafningjar inni á þingi,“ sagði Unnur Brá. „Þegar það opnast svona fyrir manni hvað fólki raunverulega finnst um kollega sína þá er þetta svo ljótt þannig að ég sé ekki alveg fyrir mér hvernig fólk ætlar að starfa saman. Það er rétt að enginn getur tekið slíka ákvörðun nema þeir sem eiga í hlut og svo að sjálfsögðu geta kjósendur látið sínar skoðanir í ljós með ýmsum hætti. [...] Ég get ekki séð af viðbrögðum þeirra í gær að þeir ætli að gera eitthvað í þessu.“

Oddný sagðist enn standa við það sem hún sagði í gær. Hún sæi ekki fyrir sér að þessi hópur gæti starfað á Alþingi Íslendinga eftir þetta. Hins vegar verði þingmennirnir sjálfir að gera það upp við sig. Sjálfri finnst henni mjög athyglisvert að eini þingmaðurinn úr hópi sexmenninganna sem segist vera að íhuga stöðu sína sé kvenmaðurinn í hópnum, Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins. „Mér finnst það segja sína sögu.“

Oddný G. Harðardóttir.
Oddný G. Harðardóttir. Ljósmynd/Bragi Þór Jósefsson

Unnur Brá sagði að þetta liti þannig út fyrir sér að þarna hefðu setið að sumbli „hræddir karlar við sterkar konur“. Hún sagðist þess fullviss að það væri ekki verið að tala um hana á þessum bar nema að því að hún væri sterk og ógn við þeirra tilveru í pólitík. Hún segir hins vegar að það versta við þetta allt saman sé hin alltumlykjandi kvenfyrirlitning sem þarna birtist og virðingarleysi gagnvart fólki almennt. 

Silja Dögg segist vinna náið með því fólki úr hópnum sem talaði hvað verst um hana. „Orðfærið náttúrlega dæmir sig sjálft, þetta er bara ógeðslega subbulegt í alla staði.“

Oddný sagðist einnig vinna náið með mörgum úr hópnum og að nú væri fallið á trúnaðinn og virðinguna. „Í þessari æðstu og elstu stofnun landsins, sem er Alþingi, þá getum við ekki sagt að þetta sé í lagi og leyft þeim að halda áfram. Ég veit að ég get ekki rekið þá, en þeir þurfa að gera þetta upp við sig og þeirra stuðningsmenn og kjósendur.“

Oddný segir að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hafi beðið sig afsökunar í gær. Það hafi hins vegar verið gert áður en grófustu upplýsingarnar komu fram í fréttum. Hvorki Unnur Brá né Silja Dögg höfðu heyrt í sexmenningunum. 

Unnur Brá Konráðsdóttir.
Unnur Brá Konráðsdóttir. Ljósmynd/Bragi Þór Jósefsson

„Ég til dæmis fór á Bessastaði í gærkvöldi og þar var mætt Anna Kolbrún meðal annarra og Sigmundur Davíð. Og þau nálguðust mig ekki og gerðu enga tilraun til þess. Það hefur enginn hringt í mig eða sent mér skilaboð eða nokkuð annað.“ Hún sagði yfirlýsingu sem Miðflokksmennirnir sendu frá sér í gær aðeins hafa verið yfirklór sett fram í tilraun til að bjarga því sem bjargað yrði.

Unnur Brá sagði að málið snerti ekki aðeins þá sem þingmennirnir ræddu um heldur allt þingið og samfélagið allt.

Silja Dögg sagði að það sem sagt var um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra hafi verið hræðilegt og hún nánast orðlaus. „Ég veit ekki hvernig þetta fólk sem var þarna statt ætlar að horfa framan í hana Lilju Dögg Alfreðsdóttur eftir þetta. Hún sagði sjálf í gær að þetta væri óafsakanlegt og ég skil hana mjög vel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

Í gær, 20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

Í gær, 19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

Í gær, 19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

Í gær, 18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

Í gær, 17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

Í gær, 17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

Í gær, 17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

Í gær, 17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

Í gær, 16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...