Hótelin búast við höggi

Hótelin óttast hvað erfiðleikar WOW air hafi í för með …
Hótelin óttast hvað erfiðleikar WOW air hafi í för með sér. mbl.is/RAX

Kristófer Oliversson, formaður Félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu (FHG), segir félagsmenn uggandi vegna óvissu um stöðu flugfélagsins WOW air. Ljóst sé að breytt starfsemi félagsins geti skert tekjur gististaða á næstu vikum.

Málið var rætt á stjórnarfundi FHG. „Menn eru áhyggjufullir. Þeir gera sér grein fyrir að ekki er ólíklegt að það verði högg í næsta mánuði ef allt fer á versta veg og WOW hættir starfsemi. Þetta gæti orðið kannski 5-15% högg í tekjum í desember og janúar og svo fjarar það væntanlega út. Það er það sem menn óttast,“ segir Kristófer.

Með því vísar hann til þeirrar aðlögunar sem gæti orðið á gistimarkaðnum, áður en flugframboð eykst á ný.

Tekjurnar myndu skerðast mikið

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins samsvarar 5-15% samdráttur á þessu tímabili hundruðum milljóna í skertar tekjur fyrir gistiþjónustu á Íslandi. Sú tala gæti jafnvel hækkað í á annan milljarð. Bókunarstaðan sé best á suðvesturhorninu. Áhrifin séu því mest þar.

Kristófer kveðst aðspurður ekki telja að þetta högg muni hægja á þeirri uppbyggingu hótela sem nú stendur yfir í miðborg Reykjavíkur. M.a. er hótelkeðja hans, CenterHotel, að opna hótel á Laugavegi 95-99 og á Héðinsreit. Þá bendir hann á að talsvert sé síðan bankarnir fóru að draga úr lánveitingum til hótelverkefna. Markaðurinn hafi, a.m.k. um nokkurra vikna skeið, vitað af erfiðleikum WOW air. Í þessu felist viss aðlögun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert