Karl og Ólafur reknir úr flokknum

Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson.
Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson. Samsett mynd

Samþykkt var á stjórnarfundi Flokks fólksins að reka þá Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr flokknum.

Þetta staðfesti Halldór Gunnarsson, stjórnarmaður í Flokki fólksins, við mbl.is. 

Ólafur Ísleifsson.
Ólafur Ísleifsson. mbl.is/​Hari

Stjórnin skoraði í gær á Karl og Ólaf að segja af sér í ályktun sem hún sendi frá sér. 

Ástæðan eru ummæli sem þeir létu falla á barnum Klaustri í síðustu viku.

Karl Gauti Hjaltason.
Karl Gauti Hjaltason. mbl.is/​Hari

Uppfært kl. 16.49:

Fréttatilkynning Flokks fólksins:

Í ljósi alvarlegs trúnaðarbrests sem upp er kominn í þingflokki Flokks fólksins ákvað stjórn flokksins á nýafstöðnum fundi sínum í dag, að vísa þingmönnum flokksins þeim Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni úr Flokki fólksins, sbr. samþykktir flokksins grein 2.6 en þar segir: „Sé félagsmaður staðinn að því, að vinna gegn meginmarkmiðum og hagsmunum Flokks fólksins, skal hann sviptur félagsaðild og skal það gert á stjórnarfundi með auknum meirihluta atkvæða og félagsmanni tilkynnt það formlega“.

Stjórnin harmar þá rýrð sem þeir hafa kastað á Flokk fólksins, með óafsakanlegri þátttöku sinni á fundi með þingmönnum Miðflokksins á Klaustur-bar þann 20. nóv. sl. 

f.h. stjórnar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins

mbl.is
Loka