Áhyggjur af áhrifum Indigo

Þota WOW á Keflavíkurflugvelli.
Þota WOW á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirhuguð fjárfesting Indigo Partners í WOW air hefur vakið spurningar um það hvort grundvallarbreytingar á rekstrarfyrirkomulagi flugfélagsins séu í vændum.

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir að viðskiptamódel margra lággjaldaflugfélaga sem Indigo tengist gangi út á að halda launum niðri. Íslenskur vinnumarkaður gangi hins vegar út á að fólk byggi upp réttindi og sé ekki í verktöku. „Það er engin áhersla lögð á stéttarfélög eða kjarasamninga. Áhafnir eru verktakar,“ segir Örnólfur Jónsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, um félög tengd Indigo Partners.

Flugmenn WOW air hafa þó ekki áhyggjur af því að staða stéttarfélags þeirra eða annarra stéttarfélaga starfsfólks veikist gangi fjárfesting Indigo í WOW eftir. Þeir hafa mikla trú á Skúla Mogensen og segjast styðja hann frá a til ö, að því er fram kemur í umfjöllun um mál WOW í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert