Þekkt eldfjöll eru að búa sig undir eldgos

Eldgos í Grímsvötnum.
Eldgos í Grímsvötnum. mbl.is/RAX

Fjögur íslensk eldfjöll sýna nú hegðun sem gæti á endanum leitt til eldgosa, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Þau eru Hekla, Bárðarbunga, Grímsvötn og Öræfajökull. „Þessi eldfjöll eru mælanlega að þenjast út. Kvikuþrýstingur fer vaxandi í þeim samkvæmt mælingum,“ sagði Páll. Hann sagði ómögulegt að segja hvert þessara eldfjalla gýs næst.

„Grímsvötn hafa verið í ákveðnum ham síðan í gosinu 1983. Það verður þensla í fjallinu, svo sígur það þegar gýs og byrjar strax aftur að tútna út,“ sagði Páll. Grímsvötn gusu síðast 2011 stóru gosi. Þar áður gusu þau 2004 og 1998. Gjálpargosið 1996 varð mjög nálægt Grímsvötnum en ekki er fullljóst hvort það var fóðrað úr Grímsvatnaeldstöðinni eða Bárðarbungu. Þar áður gusu Grímsvötn 1983 og höfðu þá ekki gosið síðan árið 1934. Frá því að land byggðist hafa Grímsvötn gosið um 65 sinnum.

Langtímaforboðar sýna sig

„Það sem við sjáum núna í Grímsvötnum og eins í Öræfajökli, Bárðarbungu og Heklu er langtímaforboði. Fjöllin eru að undirbúa gos og ef þessi undirbúningur heldur áfram þá verða eldgos í fyrirsjáanlegri framtíð. Þau gætu allt eins hætt við og það eru þekkt dæmi um að eldfjöll hafi hætt við í miðjum klíðum.“

Öræfajökull hefur þanist talsvert frá áramótum 2016-2017.
Öræfajökull hefur þanist talsvert frá áramótum 2016-2017. mbl.is/RAX

Segja má um Heklu að hún sé komin fram yfir sig í undirbúningnum. Páll telur ekki útilokað að Grímsvötn geri eitthvað svipað. „Þetta þekkjum við úr Kröflu. Hún gerði þetta stundum að hún reis umfram það sem hún hafði gert þegar áður höfðu komið gos,“ sagði Páll. Hann segir að skjálftavirkni bendi til þess að þensla sé í Bárðarbungu og GPS-mælingar bendi einnig til þess. Það fari því varla á milli mála að þrýstingur sé að vaxa undir Bárðarbungu. Hins vegar hafi Holuhraunsgosið 2014 verið stór atburður og öskjuhrunið sem fylgdi geti orðið til þess að eldstöðin verði lengi að ná upp þrýstingi að nýju. „Öll þróun sem við sjáum nú bendir þó til þess að Bárðarbunga sé að safna fyrir næsta gosi,“ sagði Páll.

Sigketill í Bárðarbungu.
Sigketill í Bárðarbungu. mbl.is/RAX

„Hafa ber í huga að þessar eldstöðvar eru allar mjög fjölhæfar. Við föllum stundum í þá gryfju að gera ráð fyrir því að næsta gos verði eins og það síðasta. Þetta er sérstaklega varasamt í sambandi við Kötlu. Við erum alltaf að horfa á gosið 1918 og ímynda okkur að næsta gos verði þannig. Katla gæti verið í allt öðrum hugleiðingum.“ 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »

Sáu Herjólf leggjast að bryggju

11:59 Hópur fólks fylgdist með nýjum og glæsilegum Herjólfi leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.  Meira »

Þrítugasta kvennahlaupið í veðurblíðu

11:41 Kvennahlaupið hófst víða um landið klukkan 11 í morgun en það fer fram í þrítugasta sinn. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni í Garðabæ þar sem fjöldi kvenna úr öllum aldurshópum var mættur í veðurblíðunni til að taka þátt í hlaupinu. Meira »

Nýtt Íslandsmet fallið í Esjugöngu

10:47 Svanberg Halldórsson gekk tólf sinnum upp og niður Esjuna á tæpum sólarhring, frá klukkan fimm um nótt til hálffimm um nótt næsta dag. Nýtt Íslandsmet er fallið að hans sögn. Meira »

10 mánuðum á eftir áætlun

10:08 Hjúkrunarheimilið á Sólvangi í Hafnarfirði verður ekki afhent rekstraraðila í dag eins og til stóð. Upphaflega var gert ráð fyrir afhendingu 20. september 2018, en nú er stefnt að afhendingu 15. júlí, að því er fram kemur í svari Hafnarfjarðarbæjar við fyrirspurn mbl.is. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Bátakerra .
Tilboð óskast uppl. 8691204....
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...