Fjölskyldusjúkdómur 21. aldar

Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi.
Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Aldur er helsti áhættuþáttur heilabilunar og hlutfall aldraðra mun hækka hratt á næstu árum og áratugum. Því er mikilvægt að samfélagið sé undir það búið að hlúa að stækkandi hópi sjúklinga og aðstandenda þeirra. Til þess þarf að auka þekkingu á þeim sjúkdómum sem heyra undir heilabilun,“ segir Hanna Lára Steinsson, sem sendi nýlega frá sér bókina Heilabilun á mannamáli.

Nú þegar fólk lifir lengur þá fjölgar þeim sem greinast með heilabilun og um leið aðstandendum, svo þörfin fyrir svona bók er sannarlega fyrir hendi. Aukin þekking á sjúkdómnum kemur öllum til góða,“ segir Hanna Lára Steinsson félagsráðgjafi, sem hefur um árabil starfað að málefnum fólks með heilabilun og aðstandendum þeirra, en hún sendi nýlega frá sér bókina Heilabilun á mannamáli.

„Oft verður óeining meðal nánustu aðstandenda, til dæmis barna þeirra veiku, af því það getur verið svo mikill dagamunur á heilabiluðum einstaklingum. Sumir aðstandendur fara í afneitun og vilja ekki horfast í augu við að eitthvað sé að, aðrir verða ráðvilltir og vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við. Það getur því verið erfitt fyrir afkomendur að vera sammála um hvort þurfi að leita læknis eða ekki. Þess vegna er svo mikilvægt að eiga svona lesefni og geta séð svart á hvítu hvaða einkenni benda til heilabilunar,“ segir Hanna Lára og bætir við að oftast sé það þannig að þegar sjúklingur fer í greiningu þá þurfi að horfa tvö til þrjú ár aftur í tímann. „Þá áttar fólk sig á að þetta hefur byrjað fyrir nokkuð löngu, af því þetta gerist hægt, í það minnsta með Alzheimer sjúkdóminn. Fólk verður samdauna og ástandið verður á einhvern hátt eðlilegt, þó það sé það alls ekki. Makinn fer oft smám saman að taka yfir hlutverkin, ryksuga, vaska upp, elda og annað sem verður flókið fyrir þann heilabilaða. Þetta gerist smátt og smátt á löngum tíma og fyrir vikið áttar makinn sig ekki alltaf á að eitthvað sé að.“

Hanna Lára segir að þegar fólk fer að gruna að eitthvað óeðlilegt sé á ferðinni eigi það að byrja á að leita til Alzheimersamtakanna.

„Og tala um grun sinn við aðra nána aðstandendur, til dæmis systkini ef grunur um heilabilun foreldra er að ræða. Bera saman bækur sínar. Því næst er gott að fara til heimilislæknis sem í framhaldinu getur vísað á sérfræðing í öldrunarsjúkdómum og þá getur greining farið fram. Þetta ferli tekur langan tíma.“

Ranghugmyndir og ásakanir

En hver eru helstu einkenni sem aðstandendur ættu að hafa í huga að geti verið merki um heilabilun?

„Það fer eftir aldri, hjá yngra fólki sem er enn á vinnumarkaði og fær heilabilun, þá er það verklagið sem fólk tapar fyrst, það gerir mistök í vinnunni og getur ekki lært nýja hluti. Skammtímaminnið fer fyrst og þá getur fólk ekki lært á nýja þvottavél eða nýtt tölvukerfi í vinnunni. Hjá eldra fólki birtist þetta helst í því að það týnir hlutum og mikill tími fer í að leita að einhverju sem það man ekki hvar það lagði frá sér. Það birtist líka í ranghugmyndum og ásökunum um að það sé verið að stela frá því og það ásakar makann um að halda framhjá og fleira í þeim dúr. Einnig kemur það fram í stöðugum endurtekningum, alltaf er verið að spyrja að því sama og aðstandendur halda að það sé eðlileg öldrun, en það er það ekki ef þetta er mörgum sinnum á dag. Það er eðlilegt að gleyma einhverju, ef þú manst það skömmu seinna, en ef þú gleymir hvað þú varst að gera fyrir stuttri stundu, þá er það áhyggjuefni. Byrjunareinkenni birtast líka í því að fólk á erfiðara með að rata, erfiðara með akstur og að sjá um fjármál. Fólk fer líka að kaupa það sama aftur og aftur fyrir heimilið, gleymir hvað það keypti í gær.“

Innlent »

Hrund ráðin framkvæmdastjóri Festu

14:31 Hrund Gunnsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, og mun hún hefja störf í febrúar. Meira »

Vill að embætti séu auglýst

14:31 „BHM gerir kröfu til stjórnvalda um vandaða stjórnsýsluhætti við ráðningar í störf. Þrátt fyrir að lög heimili annað þá eru það vandaðir stjórnsýsluhættir að auglýsa þegar til stendur að ráðstafa takmörkuðum gæðum, sem fyrirsjáanlegt er að færri geta fengið en vilja.“ Meira »

Gott veður og óvenjugóð færð

14:30 Veðrið hefur verið mjög gott það sem af er desember í Árnes­hreppi á Strönd­um. Veðurhæð hefur að mestu verið róleg þótt aðeins hafi blásið hluta úr dögum, samkvæmt Jóni G. Guðjóns­syni, veður­at­hug­un­ar­manni í Litlu-Ávík. Meira »

Áfram í farbanni vegna 6 kílóa af hassi

14:18 Héraðsdómur Suðurlands staðfesti í dag beiðni lögreglu um áframhaldandi farbann yfir ungum manni sem var handtekinn próflaus og undir áhrifum fíkniefna á vanbúinni bifreið á Suðurlandsvegi 7. nóvember. Við leit í bifreiðinni fundust tæp sex kíló af hassi. Meira »

Sigrún, Kári og rektor ræða uppsögnina

14:12 Sigrún Helga Lund, Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sitja nú á fundi þar sem uppsögn Sigrúnar er til umræðu. Meira »

Lágu í fjóra sólarhringa undir Grænuhlíð

14:08 „Þetta var voðalegur brælutúr og við lágum til dæmis í fjóra sólarhringa undir Grænuhlíð til að bíða af okkur illviðri. Einnig var túrinn styttur vegna veðurs. Hins vegar var alltaf góð veiði þegar gaf og ekkert undan því að kvarta.“ Meira »

Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu áreitni

13:40 Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna uppsagnar Sigrúnar Helgu Lund, pró­fess­ors í líf­töl­fræði Há­skóla Íslands. Meira »

Hræðist ekki einkamál

13:04 „Ég var að vonast eftir þessari niðurstöðu. Auðvitað er maður ánægður með að það sé búið að fá svar við þessu,“ segir Bára Halldórsdóttir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Klausturmálinu. Meira »

Vilja fæða 20.000 börn í Jemen

12:55 „Neyðin sem fólkið í Jemen stendur frammi fyrir er skelfileg og hefur farið síversnandi,“ segir Atli Viðars Thorstensen, sviðstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Á föstudag lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Jemen. Meira »

Kröfu þingmannanna hafnað

12:31 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi í Klausturmálinu svokallaða. Meira »

Ræningi gengur enn laus

12:17 Ræninginn sem lét greipar sópa í verslun Iceland í Glæsibæ vopnaður hnífi á mánudagsmorgun og sló afgreiðslumann gengur enn laus. Myndbandsupptökur úr versluninni sýna að maðurinn huldi andlit sitt með hettu og sólgleraugum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ómögulegt að greina hver hann er. Meira »

„Eyðum ekki jólunum á klósettinu“

11:56 Matvælastofnun hvetur landsmenn til að tileinka sér hreinlæti, rétta meðhöndlun og kælingu matvæla í eldhúsinu svo koma megi í veg fyrir að matarbornir sjúkdómar spilli jólagleðinni. Meira »

„Stríðsyfirlýsing“ hjá Bjarna

11:50 „Þetta er ekkert annað en stríðsyfirlýsing við kröfur hreyfingarinnar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um ummæli Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Sagði Bjarni að skattar yrðu ekki lækkaðir ofan á „óábyrgar“ launahækkanir í kjarasamningum. Meira »

Segir „sóunarmenningu“ viðgangast

11:27 Leikstjórinn Benedikt Erlingsson segir margt mjög merkilegt koma fram í jólaerindi Guðna Á. Jóhannessonar orkumálastjóra þar sem hann segir ofbeldið í kvikmyndinni Kona fer í stríð jafn úrelt og bogi og örvar sem stríðstól. Meira »

Segir upp vegna áreitni yfirmanns

11:22 „Hafi fólk einlægan áhuga á að vita hvers vegna konur flýja HÍ er skýringin ekki svo flókin.“ Þetta segir Sigrún Helga Lund, prófessor í líftölfræði við HÍ, í færslu á Facebook, þar sem hún lýsir erfiðum samskiptum og kynferðislegri áreitni sem hún hefur mátt þola frá yfirmanni sínum. Meira »

Mestur munur á kjöti og konfekti

11:11 Mikill verðmunur var á jólamat milli verslana í verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var á mánudaginn. Mestur var verðmunurinn á algengum jólamat eins og kjöti, gosi, jólaöli og konfekti og er því ljóst að neytendur geta sparað sér töluverðar fjárhæðir þegar keypt er í jólamatinn. Meira »

12 milljónir í 31 styrk

10:39 Tæpum 12 milljónum króna var úthlutað í 31 styrk til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins. Alls bárust 56 umsóknir og sótt var um rúmar 47 milljónir króna. Fjölgun umsókna var jafnt í flokki skáldverka og myndríkra barna- og ungmennabóka. Meira »

Ungur háskólanemi vann 40 milljónir

10:13 Háskólanemi um tvítugt vann 41,4 milljónir króna í Lottóinu á laugardaginn. Hann er með þeim yngri sem komið hefur í heimsókn til Íslenskrar getspár til að sækja vinning. Meira »

Dettur í hug Kúba norðursins

10:13 „Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót,“ skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í bréfi til bankaráðs Seðlabanka Íslands. Meira »
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Antiksalan
Vöruúrval fyrir fagurkera Gjafavöru, jólaskeiðar, jólaóróar, jólaplattar, B&G po...
UNDIR ÞESSU MERKI SIGRAR ÞÚ
Hálsmen úr silfri 6.900 kr., gulli 49.500 kr., (silfur m. demanti 11.500 kr., g...