Fyrstu afurðirnar á markað

Þrengt er að laxinum í kvínni þannig að starfsmenn brunnbátsins ...
Þrengt er að laxinum í kvínni þannig að starfsmenn brunnbátsins geti dælt honum upp í tanka. Laxinn og starfsmaðurinn láta þetta umstang ekki mikið á sig fá. Það væsir heldur ekki um laxinn í geymum skipsins. mbl.is/Helgi Bjarnason

Tímamót urðu hjá Löxum fiskeldi í Fjarðabyggð í upphafi vikunnar þegar fyrstu fullvöxnu löxunum var slátrað úr kvíum fyrirtækisins í Reyðarfirði. Afurðirnar eru nú á leið á markað í Evrópu. Framkvæmdastjórinn fagnar manna mest því eftir átta ára uppbyggingartíma þar sem fyrirtækið hefur verið rekið með lántökum og hlutafjárframlögum eigenda eru loksins að berast tekjur fyrir seldar afurðir. Frumkvöðullinn vill stefna að því að vera með 24-25 þúsund tonna framleiðslu á svæðinu.

Þótt nokkur spenningur væri í starfsmönnum Laxa fiskeldis úti á sjókvíunum í Reyðarfirði þegar glæsilegt brunnskip kom til að sækja lax til slátrunar voru vinnubrögð þeirra við að smala laxinum saman fumlaus. Þótt þetta sé fyrsta slátrun þessa fyrirtækis, fyrir utan slátrun í upphafi árs vegna nýrnaveiki sem barst í hluta kvíanna, hafa margir mannanna langa reynslu af slíkum störfum erlendis og hérlendis og kunna vinnubrögðin. Skipið tók tæplega átta þúsund laxa, nákvæmlega 40 tonn í geyma skipsins og sigldi um nóttina til Djúpavogs þar sem Laxar eiga aðild að laxasláturhúsi hjá Búlandstindi hf.

Til stendur að slátra um 1.700 tonnum af laxi úr kvíunum við Gripöldu á næstu tveimur mánuðum en það er fyrsta kynslóðin hjá Löxum fiskeldi. Gunnar Steinn Gunnarsson, framleiðslustjóri og einn af stofnendum fyrirtækisins, vonast til að hægt verði að hefja slátrun í apríl eða maí úr kvíum við Sigmundarhús. Þá tekur stöðin Bjarg við en seiði verða sett í hana á næsta ári. Framtíðin er annars nokkuð óráðin þar sem ekki hafa fengist svör við umsóknum um stækkun leyfa.

Til stendur að slátra um 1.700 tonnum af laxi úr ...
Til stendur að slátra um 1.700 tonnum af laxi úr kvíunum við Gripöldu mbl.is/Helgi Bjarnason

Áhættumatið ekki vísindi

Laxar fiskeldi fengu fyrir sex árum leyfi til að framleiða 6.000 tonn af laxi í Reyðarfirði. Burðarþol fjarðarins var síðar metið 20 þúsund tonn. Umsókn fyrirtækisins um 10 þúsund tonna aukningu hefur verið í vinnslu í kerfinu frá þeim tíma og nú hafa Laxar óskað eftir 4 þúsund tonnum í viðbót til að fullnýta fjörðinn. Einnig hefur verið sótt um 4 þúsund tonna leyfi í næsta firði fyrir sunnan, Fáskrúðsfirði, en burðarþol hans er metið 15 þúsund tonn.

Svonefnt áhættumat Hafrannsóknastofnunar virðist hafa sett strik í reikninginn en það hefur ekki verið lögfest. Samkvæmt því er ekki talið ráðlegt að hafa meira eldi í Reyðarfirði en 9.000 tonn, vegna hættu fyrir villta íslenska laxastofninn. Þakið er hærra ef Reyðarfjörður og Fáskrúðsfjörður eru metnir saman eins og talað hefur verið um. „Við vinnum hins vegar út frá því að stjórnvöld vinni samkvæmt þeim lögum sem gilda um fiskeldi í landinu. Burðarþolsmatið setur þakið og bestu vísindi, eins og það er orðað í lögum. Áhættumatið er ekki bestu vísindi, á því eru miklar brotalamir,“ segir Gunnar Steinn en fyrirtækið hefur gert alvarlegar athugsemdir við það í leyfisumsóknum sínum, eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu.

Gunnar Steinn segir að brautin hafi átt að vera bein þegar upphaflega leyfið fékkst og fyrirtækið lagt í fjárfestingu upp á hundruð milljóna til að geta stækkað, meðal annars með uppbyggingu seiðastöðvar. Á þessum árum hafi allskonar hindranir verið settar upp, sumar afturvirkar eins og nú stefnir í með áhættumatið, og ferlið tafist. „Við erum komnir með innviði fyrir 16 þúsund tonna framleiðslu og slæmt að geta ekki nýtt fjárfestinguna.“

Gunnar Steinn er ánægður með aðstæður í Reyðarfirði.
Gunnar Steinn er ánægður með aðstæður í Reyðarfirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Byggt upp á Eskifirði

Sjókvíaeldi er ekki aðeins laxahringir úti í sjó. Margvíslega aðra aðstöðu þarf. Laxar fiskeldi reka tvær seiðastöðvar í Ölfusi og hafa byggt landeldisstöð við Laxabraut í Þorlákshöfn þar sem seiðin eru alin upp í 150 til 600 grömm áður en þau eru sett út í kvíarnar. Þessi seiðastöð er 3. eða 4. stærsta landeldisstöð í heimi. Hitinn í Golfstraumnum er nýttur til að ala seiðin og stytta þannig framleiðslutímann í sjónum.

Fyrirtækið keypti traustar sjókvíar, svokallað Midgard-kerfi, sem eru mun dýrari en aðrar sjókvíar. Þær hafa verið notaðar í Noregi í fimmtán ár og aldrei sloppið fiskur. Þá lætur Gunnar þess getið að fyrirtækið láti einungis stór seiði í kvíar og ekki sé fræðilegur möguleiki á að þau smjúgi út um möskvana.

Gunnar Steinn er ánægður með aðstæður í Reyðarfirði. Segir að fiskurinn vaxi ágætlega. Lús er talin reglulega og hefur enn ekki orðið vart við laxalús í kvíunum.

Ítarlegri umfjöllun er í Morgunblaðinu sem út kom á fimmtudaginn.

Innlent »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

Í gær, 20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

Í gær, 19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

Í gær, 19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

Í gær, 18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

Í gær, 17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

Í gær, 17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

Í gær, 17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

Í gær, 17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

Í gær, 16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Vöruúrval fyrir fagurkera
Vöruúrval fyrir fagurkera Húsgögn - Gjafavörur, B&G postulín matar- og kaffistel...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Mælum, teiknum, smíðum og setjum upp, myndir á Facebook: Magnus Elias>Mex byggin...