HIV-sýking staðfest hjá 34 í ár

Ein milljón lést úr alnæmi í fyrra.
Ein milljón lést úr alnæmi í fyrra. AFP

Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember á ári hverju til að vekja athygli á HIV með fræðslu og upplýsingagjöf og til að sýna samstöðu með þeim sem lifa með HIV.

Á Íslandi höfðu alls 389 manns greinst með HIV/alnæmi í lok ársins 2017. Þar af voru 282 karlar og 107 konur. Flestir sem greinst höfðu voru á aldrinum 20–49 ára. Á árinu 2017 greindust alls 28 einstaklingar með HIV, þar af voru 13 samkynhneigðir, átta gagnkynhneigðir og fimm fíkniefnaneytendur.

Aukning er á fjölda þeirra sem greinst hafa á þessu ári  miðað við síðasta ár. Í lok október 2018 hafði HIV-sýking verið staðfest hjá 34 einstaklingum en á sama tíma í fyrra höfðu 23 einstaklingar greinst. Um þriðjungur þeirra sem greinst hafa í ár eru með íslenskt ríkisfang og er það svipað hlutfall og á árinu 2017.

Í Evrópu greindust um 160.000 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu ...
Í Evrópu greindust um 160.000 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. AFP

37 milljónir jarðarbúa með HIV 

Í ár er dagurinn helgaður greiningu sjúkdómsins undir yfirskriftinni „Know your HIV status“. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) voru undir lok ársins 2017 tæplega 37 milljónir manna með greint HIV/alnæmi í heiminum og tæplega 22 milljónir (59%) sem fengu lyfjameðferð gegn sjúkdómnum.

Í Evrópu greindust um 160.000 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og þar af lang flestir í Austur-Evrópu. Í flestum löndum Evrópu fækkaði nýgreiningum HIV nema í Austur-Evrópu en þar fjölgaði greiningum á árinu 2017.

Hlutfall HIV-smitaðra sem ekki er kunnugt um smitið er mjög breytilegt milli landa, allt eftir uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og aðgengi að HIV-sýnatöku, segir í frétt á vef embættis landlæknis.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur því mikla áhersla á aukið aðgengi að sýnatöku því með aukinni sýnatöku greinast fleiri og fleiri fá meðferð með HIV-lyfjum. Þetta á ekki síst við á landssvæðum þar sem faraldurinn er í mestri útbreiðslu en á einnig við á Íslandi og í hinum vestræna heimi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur einnig áherslu á að efla þurfi fræðslu í forvarnaskyni og að tryggja þurfi HIV-jákvæðum full mannréttindi, m.a. með því að vinna á móti stimplun og fordómum.

AFP

1,8 milljónir smituðust í fyrra og ein milljón lést

Á árinu 2017 smituðust um 1,8 milljónir manna af HIV og tæplega ein milljón lést úr alnæmi á heimsvísu. Faraldurinn var mestur í Afríku, sunnan Sahara, en um 70% af nýsmituðum í heiminum eru frá því svæði.

Þeir sem greinast hér á landi hafa gott aðgengi að HIV-lyfjum. Lyfin skipta miklu máli fyrir langlífi og lífsgæði hins sýkta. Talið er fólk sem tekur HIV-lyf sín á hverjum degi geti átt von á því að lifa fram á gamalsaldur og lífsgæði þeirra verða í flestum tilfellum nánast eðlileg. Auk þess hefur komið í ljós að virk HIV-meðferð minnkar verulega líkur á smiti og gerir í mörgum tilfellum einstaklinga ósmitandi. Það er því til mikils að vinna fyrir fólk að fara í kynsjúkdómaskoðun hafi það minnsta grun um HIV eða annan kynsjúkdóm.

Hægt er að fara í HIV-próf á göngudeild smitsjúkdóma og húð- og kynsjúkdómadeild Landspítala eða á heilsugæslustöðvum landsins. Til að auðvelda aðgengi fólks að greiningu er skoðun, meðferð og eftirfylgni sjúkdómsins þeim að kostnaðarlausu.

Meðan engin lækning eða bólusetning er til við HIV er smokkurinn alltaf besta forvörnin. Það gildir því að nota hann alltaf og nota hann rétt, segir ennfremur á vef embættis landlæknis.

mbl.is

Innlent »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

Í gær, 20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

Í gær, 19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

Í gær, 19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

Í gær, 18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

Í gær, 17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

Í gær, 17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

Í gær, 17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

Í gær, 17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

Í gær, 16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
Perlur sem ekki þarf að strauja !!
Nýtt á Íslandi, perlur sem ekki þarf að strauja, einungis sprauta vatni á og þær...
Gullsmári Kópavogi
Til leigu er mjög góð 2 herb.reyklaus þjónustuíbúð fyrir 60 ára og eldri á 7. hæ...