Metnaðarleysi fyrir tungumálinu

Íslenska er þjóðartunga Íslands og opinbert mál á Íslandi. Undanfarin misseri hefur skiltum og merkingum á enskri tungu fjölgað gífurlega mikið í miðborg Reykjavíkur. Eftirtekt vekur að á mörgum stöðum eru skilti einungis á ensku og ekki á íslensku.

Á fullveldisdegi Íslands í fyrra spurði Guðni Th. Jóhannesson í ræðu sinni. „Getur sú þjóð talist fullvalda sem glatar tungu sinni, sögu og menningararfi?“

Í tilefni af fullveldisdegi fór Mbl.is því á stúfana um hvort það væri einhver stefna til hvað allar þessar merkingar á ensku varðar hjá íslenskum stjórnvöldum. 

Óheppileg þróun

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, situr í Íslenskri málnefnd. Hann segir í samtali við mbl.is að þessi þróun sé óheppileg. 

„Þetta sýnir ákveðið metnaðarleysi fyrir tungumálinu. Það er ljóst að það er hér mikill fjöldi fólks sem skilur ekki íslensku og það er sjálfsögð og eðlileg þjónusta að alls konar skilti séu á ensku, en það á ekki að þýða það að íslenskan þurfi að víkja, og hún á að vera fyrst.“

Spurður hvort honum finnist að það þurfi að hafa einhver lög um þessar merkingar segist hann ekki hlynntur mörgum boðum og bönnum. „En það væri vænlegt að vekja athygli á þessu og benda fólki á að þetta skiptir máli fyrir íslenskuna og hvers vegna það skiptir máli. Íslenskan á sér bjarta framtíð en við verðum að vilja það, og sýna þann vilja í verki.“ 

Disneyland fyrir túrista

Júlía Margrét Einarsdóttir rithöfundur bæði býr og vinnur í miðborg Reykjavíkur og segist hafa tekið eftir þessu og finnast þetta leiðinleg þróun. „Maður hefur orðið fyrir þessu sjálfur að koma til erlendra borga þar sem allt er á ensku og er orðið að einhvers konar Disneylandi fyrir túrista og þar sem raunveruleiki þeirrar menningar sem var á staðnum er horfinn.“ Hún segir að þegar hún sjálf fari til útlanda sé hluti af upplifuninni að heyra og sjá tungumálið skrifað en ekki sjá allt á ensku. 

Þegar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra er spurð út í þetta málefni kemur í ljós að hún mun á næstunni leggja fram þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál hér á landi. Liður í henni sé vitundarvakning um mikilvægi, fjölbreytni og sérstöðu íslenskunnar: „Jákvætt viðhorf til tungumálsins og aukin meðvitund mun skipta miklu til þess að tryggja áframhaldandi notkun íslensku á öllum sviðum samfélagsins,“ segir ráðherra.  Vitundarvakningin verði unnin í víðtæku samstarfi, meðal annars við ferðaþjónustuna, um aðgerðir og hugmyndir. Í þingsályktunartillögunni er einnig lagt til að sett verði viðmið fyrir stjórnvöld og atvinnulíf um notkun íslensku og annarra tungumála í upplýsinga- og kynningarefni.


Ferðamenn vilja líka merkingar á íslensku

„Ég vil að við förum yfir þetta markvisst og snúum þessu við,“ segir ráðherra. „Fólk er ósátt við þessa þróun. Ég hef til að mynda sent bréf til stjórnar Isavia varðandi merkingar á flugvellinum sem þeir hafa hug á að laga. Ferðamenn vilja líka merkingar á íslensku og við eigum að halda í okkar séreinkenni. Það er mjög eðlilegt að við höfum merkingar bæði á íslensku og ensku, en höfum íslenskuna alltaf fyrst.“

En er hægt að neyða einkaaðila til að vera með merkingar á íslensku?  „Við byrjum á ákveðinni vitundarvakningu og munum fara í samstarf við ferðaþjónustuna um hana," segir Lilja. „Við viljum hafa þetta jákvætt og hvetja fólk, vekja það til umhugsunar um hversu mikilvæg íslenskan er. Því sú þjóð sem glatar tungu sinni hún glatar sjálfi sínu.“

mbl.is

Innlent »

Ný lyfta skref í átt að bættum eldvörnum

12:18 Ný lyfta er í uppsiglingu í Hallgrímskirkjuturni. Henni verður komið fyrir í sömu lyftugöngum og hin gamla var í en sú var orðin 50 ára gömul. Framkvæmdunum fylgja bættar brunavarnir á alla kanta, að sögn framkvæmdastjóra kirkjunnar. Meðan á þeim stendur verður kirkjuturninn lokaður gestum. Meira »

Skíðafærið á föstudaginn langa

10:07 Það viðrar ágætlega til skíðaiðkunar í dag, föstudaginn langa, fyrir norðan, austan og vestan. Höfuðborgarbúar verða hins vegar að sætta sig við að búið er að að loka Bláfjöll­um og Skála­felli end­an­lega þenn­an vet­ur­inn. Meira »

Allt að 16 stiga hiti á Norðausturlandi

08:35 Föstudagurinn langi verður vætusamur á Suður- og Vesturlandi en útlitið er heldur betra á Norðaustur- og Austurlandi þar sem verður léttskýjað og allt að 16 stiga hiti. Meira »

Fjórum bjargað úr eldsvoða

08:14 Lögreglumenn á Ísafirði björguðu fjórum út úr húsi um klukkan þrjú í nótt eftir að eldur kom upp á sólpalli hússins. Lögreglumennirnir voru í eftirlitsferð þegar þeir sáu reyk stíga upp af húsinu, sem er viðarhús. Meira »

Átta manns í andlegu ójafnvægi

07:13 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í nótt og gærkvöldi átta útköllum vegna fólks í andlegu ójafnvægi, víðs vegar í borginni og nágrenni hennar. Í dagbók lögreglu kemur fram að í öllum tilfellum fóru lögreglumenn á vettvang og reyndu eftir fremstu getu að aðstoða einstaklingana. Meira »

„Bullandi menning í hverjum firði“

Í gær, 22:15 „Það er frábær stemning í bænum og spennan er í hámarki. Ég er búinn að vera hérna síðustu tvær vikurnar og það er búið að vera stemning í bænum allan þennan tíma,“ segir rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Íris í auglýsingu Bernie Sanders

Í gær, 21:52 Ferðalag um Gvatemala leiddi til þess að Íris Gunnarsdóttir kemur fyrir í auglýsingu Bernie Sanders, frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins. „Þetta er bara svolítið súrrealískt,“ segir hún um hvernig það er að bregða fyrir í auglýsingunni sem snýr að upplifun kvenna af opinberu heilbrigðiskerfi. Meira »

Búllan skýtur rótum í Noregi

Í gær, 21:00 Hamborgarabúllan við Torggötu er steinsnar frá Dómkirkjunni í Ósló. Innan um plaköt af poppgoðum má þar finna ýmislegt sem minnir á Ísland. „Grundvallaratriði er að gera borgarana eins og Tommi hefur kennt okkur. Við höfum sett sálina aftur í reksturinn,“ segir veitingamaðurinn Christopher Todd. Meira »

Gylfi ekki ákærður fyrir hatursorðræðu

Í gær, 20:08 Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur fellt niður mál á hendur tónlistarmanninum Gylfa Ægissyni. Samtökin 78 kærðu Gylfa og nokkra aðra fyrir hatursorðræðu árið 2015. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV sem segir fram koma í bréfi lögreglustjóra að málið þyki ekki líklegt til sakfellingar. Meira »

Uppselt varð á Tvíhöfða á 65 mínútum

Í gær, 18:21 Á 65 mínútum varð uppselt á sýningu Tvíhöfða sem fer fram í kvöld í Ísafjarðarbíói, segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður, í samtali við mbl.is. „Það verður bara ein sýning, því miður, því síminn stoppar ekki,“ segir hann. Meira »

Þekkingarleysi á skyldum lögreglu

Í gær, 17:45 Staðir þar sem fíklar geta nálgast hreinar sprautunálar og aðra þjónustu eru ekki undir sérstöku eftirliti lögreglu, en eru þó „enginn griðastaður“ hvað eftirlit laga og reglna varðar. Nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými, sem er til umsagnar hjá Alþingi fékk harða umsögn lögreglu. Meira »

Blaðamenn búa víða við ótta

Í gær, 17:27 Ísland er í fjórtánda sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heim, samkvæmt nýjum matskvarða Blaðamanna án landamæra, The World Press Freedom Index. Ísland fer niður um eitt sæti á milli ára. Meira »

Í gæsluvarðhald með falskt vegabréf

Í gær, 17:00 Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn á þriðjudag er hann notaði falsað skilríki í banka. Kom þá í ljós að maðurinn var eftirlýstur og með endurkomubann og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 24. apríl. Meira »

Aftur lokað að Dettifossi

Í gær, 16:36 Aftur er búið að loka fyrir umferð að Dettifossi og nú vegna asahláku á svæðinu. Greint var frá því í morgun að búið væri að opna fyrir umferð um Detti­foss­veg frá Þjóðvegi 1 og norður að foss­in­um, en lokað hafði verið frá því á mánudag. Meira »

Óánægja með viðtöl Bandaríkjamanna

Í gær, 14:05 Flugfarþegi lýsti í dag óánægju sinni með framgöngu manna í brottfararsal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Mennirnir tveir spurðu fólk spurninga um það hvert það hygðist ferðast. Meira »

Líf og fjör í páskaeggjaleit K100

Í gær, 12:49 Fjölmargir, ungir sem aldnir, litu við í Hádegismóum í dag þar sem fram fór páskaeggjaleit útvarpsstöðvarinnar K100. Líf og fjör var í leitinni og gestirnir nutu útivistarinnar til hins ýtrasta. Boðið var upp á veitingar fyrir alla. Meira »

Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn

í gær Lítill bátur með utanborðsmótora sem ber nafnið Stormur sökk í Reykjavíkurhöfn í gær. Unnið er að því að ná honum upp úr höfninni. Meira »

Göngunum lokað vegna mengunar

í gær Loka þurfti fyrir umferð um Hvalfjarðargöng fyrr í morgun sökum þess að mengun í göngunum fór upp fyrir leyfileg mörk. Búið er að opna göngin aftur, en samkvæmt starfsmanni Vegagerðarinnar sem mbl.is ræddi við má búast við því að þetta gerist af og til um helgina. Meira »

Búið að opna að Dettifossi

í gær Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðstæður á gönguleiðum við fossinn eru þó sagðar „vægast sagt fjölbreyttar“. Meira »
Lítið sumarhús
Til leigu lítið sumarhús 25km. frá Akureyri, svefnpláss fyrir 2-4, WiFi- ljóslei...
Frá Kattholti
Munið að með því að gerast félagar í Kattavinafélagi Íslands styðið þið við star...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...