20 þúsund manns á ráðstefnu í Póllandi

COP-ráðstefnan er haldin ár hvert til að skerpa á reglugerðum ...
COP-ráðstefnan er haldin ár hvert til að skerpa á reglugerðum í Parísarsamningnum. AFP/Eric Feferberg

Fulltrúar 200 þjóða eru samankomnir í Katowice í Póllandi á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP24. Á dagskrá eru loftslagsbreytingar. Áætlað er að 10-20 þúsund manns komi til borgarinnar í tengslum við hana, en þetta er stærsta ráðstefna sem Sameinuðu þjóðirnar halda ár hvert.

Í aðdraganda ráðstefnunnar hafa ýmsar rannsóknir verið birtar sem sýna fram á geigvænlega þróun í loftslagsmálum. Umhverfisráð Sameinuðu þjóðanna birti skýrslu á þriðjudaginn sem sagði að árið 2017 hafi verið slegið met í losun gróðurhúsalofttegunda. Þá benti veðurstofa Sameinuðu þjóðanna í gær á sífellt hækkandi meðalhita á jörðinni.

Verið er að ganga frá ýmsum reglugerðum í Parísarsamningnum, þar á meðal þeim sem snúa að bókhaldinu sem hverri þjóð ber að halda utan um. Markmið sáttmálans liggja fyrir en enn á eftir að skrifa ákvæði um hvernig þeim er fylgt eftir nákvæmlega.

„Reglurnar þurfa að vera passlegar“

Helga Barðadóttir, sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu, er stödd í Katowice og segir ráðstefnuna skipta miklu máli. „Þetta regluverk sem menn eru nú að vinna að mun skera úr um hvort samningurinn ber árangur þann sem skyldi. Reglurnar þurfa að vera passlega strangar og þeim verður að fylgja eftir með bókhaldi og skýrslugjöfum,“ segir Helga.

Þannig er verið að fínpússa reglugerðir samningsins, þær sem snúa að því hversu miklar skyldur hver þjóð hefur til þess að gera skýrslur og halda skipulagt bókhald um t.d. losun gróðurhúsalofttegunda.

Parísarsamningurinn var gerður 2015. Síðan þá hefur þessi ráðstefna verið haldin ár hvert og umfjöllunarefnið verið þetta: að festa í sessi reglugerð þá sem þarf til að ákvæðum samningsins sé fylgt eftir. Það markmið er að koma í höfn, segir Helga.

Ráðstefnan stendur í tvær vikur, frá 2-14. desember, og í seinni vikunni mæta ráðherrar landanna. Þar á meðal Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.  Þá tínast í vikunni fleiri Íslendingar til Katowice, meðal annars frá ýmsum félagasamtökum.

Ungir umhverfissinnar taka þátt

Ungir unhverfissinnar verða á loftslagsráðstefnunni og kalla í tilkynningu eftir því að unnið sé að sjálfbærri þróun á heildstæðari hátt, með áherslu á tengsl þessa þrenns: loftslagsmála, lífbreytileika og menningarlegs jafnréttis.

Í tilkynningunni benda Ungir umhverfissinnar á viðtal við m.a. formann þeirra um frumkvæði þeirra að stofnun alþjóðlegs tengslanets ungmenna um Norðurslóðir. Hér má lesa  meira um ályktanir þeirra um ráðstefnuna.

mbl.is

Innlent »

Stuðningur við borgarlínu aldrei meiri

11:40 54% landsmanna eru hlynntir borgarlínu en 22% eru andvíg, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Maskínu. Aldrei hafa fleiri Íslendingar verið hlynntir borgarlínu en nú frá því að Maskína hóf mælingar í byrjun árs 2018. Meira »

Landeigendur hafa ekki veitt leyfi

11:25 Landeigendur meirihluta Drangavíkur á ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrir fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Er þess farið á leit að nefndin beiti heimild sinni til að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir á meðan fjallað er um málið. Meira »

FME skoðar afturköllun VR

10:45 Fjármálaeftirlitið er með ákvörðun fulltrúaráðs VR um að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verzlunarmanna til skoðunar. Þetta staðfestir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, í samtali við mbl.is. Meira »

Öllum flugferðum SAS aflýst í dag í Keflavík

10:43 Öllum flugferðum skandinavíska flugfélagsins SAS hefur verið aflýst á Keflavíkurflugvelli í dag, bæði komum og brottförum. Isavia staðfestir þetta við mbl.is. Ekki kemur fram hvers vegna. Meira »

Með ellefu fuglsunga í kjaftinum

10:15 Tófa sem Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum og tófuskytta í uppsveitum Borgarfjarðar, skaut þar sem hún var að koma heim á greni í Litlakroppsmúla í fyrrinótt var með 11 fuglsunga í kjaftinum. Meira »

Reyndi að komast stystu leiðina

09:52 Ekki er óalgengt að ökumenn lendi í ógöngum við Krossá í Þórsmörk og festi bíla sína í ánni, segir Ágúst Jóhann Georgsson, skálavörður í Langadal. Erlendir ferðamenn festu bíl sinn í ánni í gær er þeir hugðust aka yfir hana, en dýptin reyndist meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Meira »

Mikil þörf fyrir Karlaathvarf

09:47 Það er þörf fyrir því að stofna karlaathvarf hér á landi. Dofri Hermannsson leikari heimsótti Ísland vaknar og ræddi þessi mál. Hann segir að konur séu jafnoft gerendur og karlar þegar heimilisofbeldi er annars vegar samkvæmt rannsókn sem gerð var þar að lútandi árið 2013. Meira »

Ísinn færist áfram austur

08:44 Hafís sem færst hefur nær landinu síðustu daga hefur borist áfram austur á bóginn yfir helgina og var ísinn næst landi 28 sjómílur norðaustan af Horni rétt eftir 19 í gærkvöldi. Meira »

Þarf alltaf að gæta sín á hruninu

08:18 „Við gerum þetta til að afla tekna fyrir björgunarsveitina og viðhalda þekkingu og kunnáttu um bjargið. Æfing er nauðsynleg, ef aðstoðar er þörf,“ segir Sveinn Eyjólfur Tryggvason, formaður björgunarsveitarinnar Bræðrabandsins í Rauðasandshreppi hinum forna. Félagar hafa sigið í Látrabjarg í mörg ár til að taka egg. Meira »

Skólar byrji ekki fyrr en kl. 10

07:57 Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti, segir ákjósanlegt að skóladagur unglinga myndi hefjast klukkan 10, jafnvel 11. Hún segir að unglingar verði seinna syfjaðir en fullorðnir og því þyrftu unglingar að sofa til a.m.k. 9 eða 9.30 á morgnana. Meira »

Fáar sólskinsstundir á næstunni

07:17 Í dag er spáð fremur hægri suðvestanátt, að mestu skýjuðu og þurru. Hiti verður á bilinu 9 til 15 stig, en víða bjartviðri austan til á landinu og hiti að 22 stigum. Meira »

Handtekinn eftir átök í heimahúsi

06:36 Maður var handtekinn í gærkvöld eftir að lögreglu barst tilkynning um slagsmál og læti í heimahúsi í Austurbænum. Tveir karlmenn og kona voru í átökum og hlutu þau öll minni háttar áverka. Maðurinn sem var handtekinn var vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn. Meira »

Aðrar forsendur með meiri bandvídd

05:30 Hratt gengur að reisa nýtt og fullkomið gagnaver við Korputorg. Þar verður frágangur og öryggi þannig að mun fullnægja þörfum kröfuhörðustu viðskiptavina og myndi þurfa meiriháttar hamfarir til að trufla starfsemina. Meira »

Fyrsta sumarlokunin í 16 ár

05:30 Fjölskylduhjálp Íslands þarf að loka í sumar vegna fjárskorts og er það í fyrsta skipti í þau 16 ár sem samtökin hafa starfað sem engin aðstoð verður yfir sumarið. Meira »

Aðlaga sig breyttum aðstæðum

05:30 „Það er aðallega lokunin á Hverfisgötu sem gerir það að verkum að við þurfum að afhenda vörur fyrr á daginn. Rúntur sem áður tók 30 mínútur tekur nú 45 til 50 mínútur. Við aðlögum okkur aðstæðum og viðskiptavinirnir fá sínar vörur hvernig sem ástandið er,“ segir Jón Valgeir Tryggvason, dreifingarstjóri Garra. Meira »

„Ísgæðingar“ gengu um Laugaveg

05:30 Margir gæddu sér á ís í góðviðrinu á Laugavegi í gær en bjart var að mestu og skýjað með köflum í Reykjavík.  Meira »

29 vændiskaupamál í ár

05:30 Það sem af er þessu ári hafa komið upp 34 mál hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur er um kaup á vændi. Á sama tíma í fyrra höfðu komið upp sex sambærileg mál. Meira »

Lokanir samsvara deild

05:30 Fleiri rýmum verður lokað á deildum Landspítalans í sumar en á síðasta ári en erfiðleikatímabilið stendur yfir í styttri tíma en áður. Frá 8. júlí og fram á verslunarmannahelgi er 18-20 rýmum færra í notkun en á sama tíma í fyrra. Svarar munurinn til þess að heilli deild sé lokað frá síðasta ári. Meira »

Breytingar á fiskeldislögum ósanngjarnar

05:30 „Hann var hár fyrsti vinningurinn í fiskeldislottóinu og það stingur í augu að þetta fyrirtæki skuli eitt standa uppi með allar tölur sínar réttar en verðmæti þessara leyfa á uppboðsmarkaði í Noregi gæti numið rúmlega 30 milljörðum.“ Meira »
Skemmtibátur til sölu.
Glæsilegur skemmtibátur, Skilsö 33 árg. 2000. Svefnpláss fyrir 4-6. Vél volvo pe...
Bang & Olufsen hljómtæki til sölu
til sölu um 10 ára gömul Bang og Olufsen hljómtæki. Beosound 4000, Beolab 4000 s...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...