Funda um Klaustursmálið

mbl.is/​Hari

Fundur forsætisnefndar Alþingis um háttsemi þingmanna á barnum Klaustri sem náðist á upptöku og hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla er hafinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í gær „frétt­ir af for­dóm­um, kven­fyr­ir­litn­ingu og óheil­brigðum viðhorf­um eru slá­andi.“

Í for­sæt­is­nefnd sitja for­seti Alþing­is og vara­for­set­ar, sjö tals­ins, auk tveggja áheyrn­ar­full­trúa. Hlut­verk nefnd­ar­inn­ar er meðal ann­ars að setja al­menn­ar regl­ur um rekst­ur þings­ins og stjórn­sýslu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefur gagnrýnt að hluta aðkomu nefndarinnar að málinu þar sem sumir sem urðu fyrir slæmu umtali eiga sæti í nefndinni, en Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er áheyrnarfulltrúi.

Fundurinn stendur yfir í Alþingishúsinu.
Fundurinn stendur yfir í Alþingishúsinu. mbl.is/​Hari
mbl.is