Hló að heimilisofbeldi

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson. mbl.is/Hari

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, gerði grín að heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir, afrekskona í sundi, segist hafa orðið fyrir af hendi Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins.

Er þetta meðal þess sem kemur fram í upptökum frá Klaustri Bar 20. nóvember. „Já sunddrottninguna já, voruði að lemja hana?“ heyrist Gunnar Bragi segja í upptöku í frétt Stundarinnar áður en hann svo skellir upp úr.

Ragnheiður lýsti reynslu sinni af heimilisofbeldi, sem hún segist hafa upplifað af hendi Magnúsar Þórs, í viðtali við Akureyri vikublað í fyrra. 

„Sá sem lemur Röggu Run, hann á ekki séns á Vesturlandi,“ segir Bergþór Ólason. „Ég veit það. Veistu, ég er sammála þér. Ég skil ekkert í ykkur,“ svarar Anna Kolbrún Árnadóttir.

„Ha? Sá sem lemur Röggu Run? Hver er það?“ spyr Gunnar Bragi áður en hann bætir við: „Já sunddrottninguna já, voruði að lemja hana? Hahahahah!“

„Maggi gerði það sko,“ segir Bergþór.

For­seti Alþing­is, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, greindi frá því við upp­haf þing­fund­ar á Alþingi í dag að mál þing­manna, sem viðhöfðu gróft orðlag um samþing­menn sína og aðra á bar í miðborg Reykja­vík á dög­un­um, væri komið í viðeig­andi far­veg hjá for­sæt­is­nefnd þings­ins sem mögu­legt siðabrota­mál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert