Í beinni: Leiklestur á samtalinu á Klaustri

Leikhópur Borgarleikhússins leikles í kvöld valda hluta úr samtali þingmannanna …
Leikhópur Borgarleikhússins leikles í kvöld valda hluta úr samtali þingmannanna sex sem tekið var upp á vínbarnum Klaustri í nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leik­hóp­ur Borg­ar­leik­húss­ins leik­les í kvöld hluta úr sam­tali þing­manna á veit­ingastaðnum Klaustri. Sam­talið var tekið upp og hafa brot úr því birst í fjöl­miðlum síðustu daga. Leiklesturinn hefst klukkan 20:30 og fylgjast má með viðburðinum í beinni útsendingu á mbl.is: 

 

 

Berg­ur Þór Ing­ólfs­son leik­stýrir og leik­ar­ar eru Edda Björg Eyj­ólfs­dótt­ir, Sigrún Edda Björns­dótt­ir, Unn­ur Ösp Stef­áns­dótt­ir, Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir, Þór­unn Arna Kristjáns­dótt­ir og Hilm­ar Guðjóns­son.

Leik­hóp­ur­inn mun fara í gegn­um sam­talið í réttri tímaröð og flytja þá kafla sem hafa birst op­in­ber­lega og tel­ur hand­ritið um 40 blaðsíður. 

Pallborðsumræður verða haldnar að leiklestrinum loknum. Haukur Ingi Jónasson, lektor við Háskólann í Reykjavík, stýrir umræðunum og þátttakendur verða Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður á Stundinni, Guðmundur Steingrímsson, heimspekingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, Berglind Rós Magnúsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Bjarni Jónsson, sem starfaði sem framkvæmdastjóri Siðmenntar um árabil, og Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona.

Leikarar úr leikhópi Borgarleikhússins bregða sér í hlutverk Sigmundar Davíðs …
Leikarar úr leikhópi Borgarleikhússins bregða sér í hlutverk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins, í kvöld þegar samtal þingmannanna við Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson, þingmenn Flokks fólksins, verður leiklesið í Borgarleikhúsinu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert