Mikið flutt inn af jólatrjám

Skógarhöggsmaðurinn Helgi Gíslason með sögina á lofti í Heiðmörk.
Skógarhöggsmaðurinn Helgi Gíslason með sögina á lofti í Heiðmörk. mbl.is/Eggert

„Fjölbreytileikinn ræður. Jólatré sem eru frjálslega vaxin seljast vel og njóta ekki síður vinsælda en þau sem hafa formast fallega og eru stílhrein,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Jólamarkaður félagsins í gamla Elliðavatnsbænum í Heiðmörk var opnaður um helgina og verður allar helgar fram til jóla. Margir eru forsjálir og búnir að kaupa jólatré, en þar nýtur normannsþinur alltaf mestra vinsælda.

Er áætlað að þinurinn sé um 70% af sölunni í Heiðmörk og grenitré 30%. Af þeim 40.000 trjám sem seld eru á landsvísu fyrir hver jól eru ¾ innfluttir, aðallega frá Danmörku,“ segir Helgi Gíslason meðal annars í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert