Minni hækkun hjá Eflingu

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/​Hari

„Það er merkileg kjararýrnun sem við tökum eftir miðað við síðasta ár,“ segir Sara Öldudóttir, sérfræðingur hjá Eflingu, um niðurstöður nýrrar kjarakönnunar félagsins.

„Heildarlaunahækkanir hjá okkar fólki eru heldur minni en hjá öðrum hópum, það er bara tvö prósent heildarlaunahækkun sem heldur vart í við verðbólgu. Samanborið við sex prósent á vinnumarkaðnum öllum,“ bætir hún við í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Lagafrumvarp um hvernig ákveða skuli launakjör embættismanna, sem áður heyrðu undir kjararáð, kom fram á Alþingi fyrir helgi. Í greinargerð segir að nýja fyrirkomulagið eigi að koma í veg fyrir að breytingar á launum æðstu embættismanna verði leiðandi fyrir vinnumarkaðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert